Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 101
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
99
jafn þéttskipuð, því það var skoð-
að sem hin mesta sæmd fyrir aug-
liti guðs, að berjast á Aracoeli.
Og því var það, að fyrir sextíu
árum var baráttan enn háð af
fulium krafti, og vegna veikleika
yfirstandandi tíma börðust munk-
arnir nú af meira kappi, en
nokkru sinni áður, og voru full-
vissari um komu Andkrists en
nokkru sinni fyr.
Um þetta leyti kom auðug
ensk kona til Rómaborgar. Hún
gekk upp til Aracoeli-kirkjunnar
og sá líkanið, og hún varð svo
gagntekin af því, að henni fannst
!íf sitt óbærilegt, fengi hún það
ekki til eignar. Hún fór hvað
eftir annað upp til kirkjunnar,
til að fá að sjá myndina, og að
síðustu bað hún munkana að selja
sér hana.
En þótt hún hefði þakið allt
tiglagólfið í hinni stóru kirkju
með gullpeningum, mundu munk-
arnir ekki hafa viljað selja henni
líkan þetta, er var þeirra eina
hugsvölun.
Þrátt fyrir það var hin enska
kona svo töfruð af líkaninu, að
án þess fann hún hvorki frið né
gleði. Og þar eð hún gat ekki á
annan veg fengið ósk sína upp-
fyllta, ásetti hún sér að stela því.
Hún hugsaði ekkert um, hvílíka
synd hún drýgði, hún fann aðeins
til svo mikillar nauðsynar og svo
brennandi þorsta, að hún vildi
heldur tapa sálu sinni, en að neita
sér um þá hjartans gleði, að eign-
ast það, er hún þráði. Og til þesa
að ná marki sínu, lét hún gera
líkan, er var nákvæmlega eins
og það, er geymt var í Aracoeli-
kirkjunni.
Líkanið í Aracoeli-kirkjunni
var skorið úr ólífuviði úr Getse-
mane-garði, en enska konan á-
ræddi að láta skera líkanið úr
álmviði, er var óþekkjanlegur frá
ólífuviðnum. Líkanið í Aracoeli-
kirkjunni var ekki af manna-
höndum málað. Þá er munkur-
inn, er skar það, hafði tekið fram
pentskúf og liti, rann honum í
brjóst yfir vinnu sinni. Og er
hann vaknaði, var líkanið búið
að fá lit. Það hafði málað sig
sjálft, sem merki þess, að guð
hefði ást á því. En enska konan
áræddi að láta jarðneskan mál-
ara mála álmviðarlíkanið sitt,
þannig, að það varð nákvæm
eftirmynd hins heilaga líkans.
Handa falslíkani þessu lét hún
svo gera kórónu og skó, en hvor-
ugt var úr gulli; hvorutveggja
var úr venjulegu pjátri með gyll-
mgu. Hún pantaði skartgrípí,
hún keypti hringa og hálsmen,
7*