Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 81
Stefnir]
Pólitískt söguágrip.
79
til manna. Skal fátt eitt tilgreint
vegna þess að ritgerðin hefir ekki
mér vitaniega verið birt af höf-
undinum. Hann segir: „Við þykj-
umst vissir um, að Bændaflokk-
urinn mundi verða sá milliflokk-
ur þingsins, sem gæti ráðið úr-
slitum mála“. þetta hefir þeirra
fyiri vinur og semherji, Jónas
Jónsson, kallað ,,að verzla“, og
hefir hann sjaldan sagt neitt
skynsamlegra, enda ekki fjarska
vandasamt. En í orðunum liggur
alveg ótvírætt, að flokkurinn ætl-
ar að vera þar með, sem bezt
á við í hvert sinn, og er því til í
allt eins og áður. Flokksstofnun-
ina kallar hann, „að skifta í bili
um nafn, til aðgreiningar frá hin-
um“, svo að ekki er nú gjáin
óbrúanleg! ,,Eg get út af fyrir sig
vel verið í sambandi við jafnað-
armenn um lausn mála“, segir
hann. Og ennfromur: „Auðvit-
að ætti sá flokkur (Bændafl.) að
geta verið í samvinnu við Fram-
sóknarflokkinn. Og má vera, að
þegar fyrsta skilnaðarbeiskjan
er hjá liðin, þá takist að ýmsu
leyti betra samstarf —“. Fleira
ætti ekki að þurfa að tilgreina
til þess að sýna, hve fjarri sanni
það er, ef menn halda, að einu
gildi, hvort þeir kjósa á þing
Bændaflokksmann eða Sjálfstæð-
ismann vegna þess að þessir
flokkar verði að sjálfsögðu í sam-
vinnu. Sannara er það, að enginn
maður, og sennilega ekki Bænda-
flokksmennirnir sjálfir heldur,
hafa hugmynd um, hvar þeir
þingmenn lenda, sem þessi flokk-
ur kann að koma á þing.
Brottreksturinn.
Samningarnir milli Framsókn-
ar og sósíalista tókust ekki.
Strönduðu þeir á því, að ekki var
hægt að fá nægilega migið fylgi
bak við þessa nýju samsteypu-
stjórn. Nokkrir menn í Fram-
sóknarflokknum vildu ekki trúa
þeim orðum Héðins Valdimars-
sonar, að „meginið af Framsókn-
armönnum í sveitum landsins“
heimtaði samstarf við jafnaðar-
menn og ekkert annað. Og þegar
tveir þeirra neituðu alveg að
beygja sig, jafnvel þó að forstjóri
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga, þessa alópólitíska félags-
skapar, Sigurður Kristinsson,
beitti sér fyrir sameiningunni,
þá greip Framsókn til þess ráðs,
að víkja þeim úr flokknum. Allt
var þetta þó í fumi og ósamkomu-
lagi eins og annað í þeim flokki.
Einir 8 þingmenn greiddu at-
kvæði með þessu en 7 á móti, en
hinir þorðu í hvorugan fótinn að