Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 97
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
95
Er keisarinn sá þessi undur,
reis hann á fætur, glaður og
hreykinn, en vinir hans og þræl-
ar vörpuðu sér á kné.
„Heill Cesar“, hrópuðu þeir.
„Verndarvættir þínir hafa svar-
að þér. Þú ert sá guð, sem menn
eiga að tilbiðja á Kapitolium“.
Og hyllingaróp þau, sem þeir í
hrifningu sinni kvöddu keisarann
með, voru svo hávær, að þau bár-
ust til eyrna völvunni gömlu. Þau
vöktu hana úr leiðslu hennar.
Hún reis úr sæti sínu á kletta-
stallinum og gekk fram til mann-
anna. Var það sem myrkt ský
hefði stigið upp úr undirdjúpun-
um og steypt sér yfir fjallshlíð-
ina. Hún var ægileg í forneskju
sinni. Strítt hárið hékk í þunnum
kleprum kring um höfuð hennar,
liðamót líkama hennar voru und-
in og úr lagi gengin, hörund henn-
ar var þeldökkt og hart sem næfr-
ar og var á því hrukka við
hrukku.
En mikilúðleg og lotningarverð
gekk hún fram til keisarans. Hún
greip annari hendi um úlnlið
hans, en hinni benti hún í austur-
átt.
„Sjáið“, mælti hún skipandi
röddu, og keisarinn lyfti upp aug-
um sínum og sá. Geimurinn opn-
aðist fyrir augum hans, og þau
sáu langt frá sér, allt til hins f jar-
læga lands í austri. Hann sá lélegt
fjárhús, er stóð undir gróðurlaus-
um klettastalli, í opnum dyrum
þess lágu nokkrir fjárhirðar á
kné. Inni í fjárhúsinu sá hann
unga móður, er kraup á kné fyr-
ir framan nýfætt barn, er lá á
hálmbundini á gólfinu.
Og hinir stóru kræklóttu fing-
ur völvunnar bentu á þetta fá-
tæka barn.
„Heill Cesar“, sagði valvan
og hló hæðnishlátri. „Þama er
sá guð, sem menn munu tilbiðja
á tindi Kapitoliums".
Þá hörfaði Augustus til baka,
sem viki hann úr vegi fyrir vit-
stola manni.
En nú var sem valvan væri hrif-
in voldugum spámannskrafti. Hin
skuggalegu augu hennar leiftr-
uðu, hún lyfti höndum sínum til
himins, röddin breyttist og varð
hljómmikil og sterk, svo að heyra
mátti hana um gervallan heim.
Og hún mælti orð, er hún virtist
lesa úr stjörnunum.
„Á tindi Kapitoliums skal end-
urfæðari heimsins tignaður
Kristur eða Andkristur, en
eigi breyskir menn“.
Er hún hafði þetta mælt, færð-
ist hún burtu frá hinum ótta-
slegnu mönnum, og gekk hægt