Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 97

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 97
Stefnir] Kraftaverk Andkrists. 95 Er keisarinn sá þessi undur, reis hann á fætur, glaður og hreykinn, en vinir hans og þræl- ar vörpuðu sér á kné. „Heill Cesar“, hrópuðu þeir. „Verndarvættir þínir hafa svar- að þér. Þú ert sá guð, sem menn eiga að tilbiðja á Kapitolium“. Og hyllingaróp þau, sem þeir í hrifningu sinni kvöddu keisarann með, voru svo hávær, að þau bár- ust til eyrna völvunni gömlu. Þau vöktu hana úr leiðslu hennar. Hún reis úr sæti sínu á kletta- stallinum og gekk fram til mann- anna. Var það sem myrkt ský hefði stigið upp úr undirdjúpun- um og steypt sér yfir fjallshlíð- ina. Hún var ægileg í forneskju sinni. Strítt hárið hékk í þunnum kleprum kring um höfuð hennar, liðamót líkama hennar voru und- in og úr lagi gengin, hörund henn- ar var þeldökkt og hart sem næfr- ar og var á því hrukka við hrukku. En mikilúðleg og lotningarverð gekk hún fram til keisarans. Hún greip annari hendi um úlnlið hans, en hinni benti hún í austur- átt. „Sjáið“, mælti hún skipandi röddu, og keisarinn lyfti upp aug- um sínum og sá. Geimurinn opn- aðist fyrir augum hans, og þau sáu langt frá sér, allt til hins f jar- læga lands í austri. Hann sá lélegt fjárhús, er stóð undir gróðurlaus- um klettastalli, í opnum dyrum þess lágu nokkrir fjárhirðar á kné. Inni í fjárhúsinu sá hann unga móður, er kraup á kné fyr- ir framan nýfætt barn, er lá á hálmbundini á gólfinu. Og hinir stóru kræklóttu fing- ur völvunnar bentu á þetta fá- tæka barn. „Heill Cesar“, sagði valvan og hló hæðnishlátri. „Þama er sá guð, sem menn munu tilbiðja á tindi Kapitoliums". Þá hörfaði Augustus til baka, sem viki hann úr vegi fyrir vit- stola manni. En nú var sem valvan væri hrif- in voldugum spámannskrafti. Hin skuggalegu augu hennar leiftr- uðu, hún lyfti höndum sínum til himins, röddin breyttist og varð hljómmikil og sterk, svo að heyra mátti hana um gervallan heim. Og hún mælti orð, er hún virtist lesa úr stjörnunum. „Á tindi Kapitoliums skal end- urfæðari heimsins tignaður Kristur eða Andkristur, en eigi breyskir menn“. Er hún hafði þetta mælt, færð- ist hún burtu frá hinum ótta- slegnu mönnum, og gekk hægt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.