Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 50
48
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
er haft í huga>, að Framsóknar-
menn, höfundar ríkisstofnananna,
hafa sí og æ alið á því, að em-
bættislaun væru óhæfilega há. 1
Tímanum var t. d. sagt um starfs-
mannahald ríkisins þegar stjórn
])eirra tók við: „Rík þjóð getur
leyft sér slíkt. En fátæk þjóð,
skuldug og með mergsogna at-
vinnuvegi verður að gæta hófs.
Þess vegna verða á næstu árum
að fylgjast að tvær hliðstæðar
umbætur: Að koma jöfnuði á til-
kostnað og tekjur atvinnuveg-
anna og að koma á nýju skipulagi
á starfsmannahaldi þannig, að
þeim stórfækki!" Árið 1932 fór
fram, af hendi ríkisgjaldanefndar
Alþingis, athugun á því, hvernig
útkoman var á þessu eftir 5 ára
starf þeirra., sem svona töluðu. Er
rétt að birta úr þessum skýrslum
hér, svo að menn geti glöggvað
sig á því, hvemig stjómin rækti
þetta loforð sitt um fækkun
starfsmanna, og hvemig „skipu-
lagningin“ fór henni úr hendi.
Ríkisstofnanirnar töldu fram
laun sem hér segir:
Skipaútgerðin:
Forstjóri 9.600
Skrifstofustjóri 6.000
Bókhaldari 4.200
Afgreiðslum. 4.200
Innheimtum. 4.200
Gjaldkeri 3.600
1. verkstjóri 5.000
2. verkstjóri 4.200
Útvarpið:
Forstjóri 11.300
Fulltrúi 7.200
Verkfr., i/2 laun 3.000
Skrifari 4.800
1. frétatritari 4.800
2. fréttaritari 4.800
3. fréttaritari 3.000
4. fréttaritari 3.000
Þulur 3.600
1. magnaravörður 4.800
2. magnaravörður 4.800
Píanóleikari 7.200
Fiðluleikari 7.200
Viðgerðastofa útvarps:
Forstöðumaður 7.000
Viðtækjaverzlun:
Forstjóri 9.000
Gjaldkeri 4.800
Lagermaður 5.300
1. afgreiðslum. 4.200
2. afgreiðslum. 3.900
3. afgreiðslum. 3.000
Áf engisverzlun:
Forstjóri 10.312
Lyfsölustjóri 6.600
Skrifstofustjóri 7.200