Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 13

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 13
Stofnir] Lífsskoðanir og stjórnmál. 11 þetta verð eg þó að gera þá at- hugasemd, að eg get ekki vel skil- ið, hvernig menn hafa þjóðmála- skoðanir og virðast jafnvel líta á þær sem heilagt mál, — ef þeir hafa ekki gert sér dýpri grein fyrir því, hvers vegna þeir aðhyll- ast þessar skoðanir. Hvers vegna erum við Sjálf- stæðismenn alltaf að bera ein- staklinginn fyrir brjósti? Hvers vegna er okkur sú hugs- un svo ógeðfelld, að þjóðin væri gerð að einu stóru maurabúi, þar sem öll vinnudýrin eru eins og ganga með sljóvum augum og slapandi skoltum eftir vélgengum reglum hvert að sínu skyldustarfi, — metnaðarlaus, ábyrgðarlaus? — Hvers vegna er okkur sú hugsun ógeðfelld, að vera sviftir athafnafrelsi og vera skyldaðir til að hlýða í einu og öllu einhverri lögboðinni ríkistízku, sem afmáir sérkenni okkar og brýtur á bak aftur allt, sem er frumlegt og ein- stætt í fari hvers manns? Hvers vegna viljum við ekki láta leysa upp heimilin okkar, gera börn okkar að ríkiseign og láta ala þau upp á ríkis-uppeldisstofnunum, ganga sjálfir að snæðingi á ríkis- mötuneytum, láta einhverja út- valda ríkisfulltrúa segja okkur fyrir verkum, ákveða, hvernig við klæðumst, hvað við lesum, hvað við kveðum og syngjum? Hvers vegna viljum við ekki afsala okkur öllum rétti til að vera hver sinnar gæfu smiður? Er það, — eins og okkur er stundum borið á brýn, — aðeins af umhyggju fyrir örfáum auð- valdsherrum? Er það aðeins af því, að við viljum ekki vita, að nokkrir menn, sem núverandi þjóðskipulag gefur möguleika til að auðgast, verði sviftir þeim möguleikum? Vitanlega verður hver að svara .þessum spurningum fyrir sig. í því efni get eg aðeins svarað frá eigin brjósti, og eg vil strax taka það fram, að mér gengur engin umhyggja fyrir auðmönnum til að vilja vernda einstaklingsfrels- ið. Eg er nefnilega þeirrar skoð- unar, að eins og það er hverjum manni nauðsynlegt skilyrði til að njóta sín, að komast heiðarlega og sæmilega af, þá sé það hins vegar vafasöm gæfa að vera auð- ugur maður. Eg lít svo á, að eins og einka-auðmagnið sjálft er nauðsynlegt til þess að halda við athafnalífi þjóðanna og það því góðra gjalda vert að safna því, þá séu þeir, er til auðæfa fæðast, á marga lund aumkunarverðir, af því þeir eru með því móti sviftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.