Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 92

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 92
KRAFTAVERK ANDKRISTS. Eftir Selmu Lagerlöf. [Kaflar þeir, er hér fara á eftir eru inngangurinn aö langri sögu. f þeim er sleginn grunntónn sögunnar: Kristur og Andkristur eru hvor öðrum líkir að ytri sýn, og því villast menn á þeim, en í eðli sínu eru þeir andstæðurnar mestu]. Sýn keisarans. Það var á þeim tímum, er Au- gustus var keisari í Róm, og Heródes konungur í Jerúsalem. Þá kom það fyrir eitt sinn, að hátignarleg og heilög nótt féll yf- ir jörðina. Var nótt þessi myrkari en nokkur maður hafði áður lif- að; var engu líkara en að jörðin hefði villst inn í niðdimmt kjall- arahvolf. Ógerningur var að gera greinarmun á láði og legi, engin leið að rata um hinar þekktustu stöðvar. Var og ekki annars að vænta, því engum ljósgeisla staf- aði niður frá himninum. Allar stjörnur héldu kyrru fyrir í hús- um sínum, og hið góða tungl snéri ásjónu sinni frá jörðu. Og jafn djúp myrkrinu var þögnin og kyrrðin. Fljótin höfðu stöðvast í farvegum sínum, eng- inn andvari bærðist, jafnvel blöð asparinnar bifuðust ekki lengur. Hver sá, sem gengið hefði fram með sjávarströndinni, mundi hafa tekið eftir því, að aldan féll ekki lengur á land, og sá, sem reik- að hefði um eyðimörkina, hefði ekki heyrt sandinn marra undir fótum sér. Allir hlutir voru sem steingjörðir og grafkyrrir, til þess að rjúfa ekki kyrrð hinnar hei- lögu nætur. Grasið dirfðist ekki að gróa, döggin féll ekki á jörð- ina, og blómin áræddu ekki að anga. Á þesari nóttu leituðu rándýrin sér ekki bráðar, höggormarnir bitu ekki og hundarnir geltu ekki. En hið undursamlegasta af öllu var þó, að enginn hinna lífvana
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.