Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 100

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 100
98 Kraftaverk Andkrists. [Stefnir MeSan hann horfði á hina heilögu mynd, lá hann á knébeð. Myndin sýndi lítið barn vafið reyfum, en það hafði gullkórónu á höfðinu, gullskó á fótunum og reyfar þess glitruðu allar af skart- gripum, er nauðstaddir menn, er leitað höfðu ásjár þess, höfðu gefið því. Og veggir bænhússins voru þaktir spjöldum, er skýrðu frá, hversu það hafði bjargað úr eldsvoða og sjávarháska, hversu það hafði læknað sjúka og hjálp- að í hverskonar raunum. Er munkurinn leit þetta, fagnaði hann og sagði við sjálfan sig: „Lofaður veri drottinn. Enn þá er Kristur tignaður á Kapitoli- um“. Og munkurinn sá ásjónu lík- ansins brosa við sér, sem væri það á dularfullan hátt vitandi um vald sitt, og andi hans sveif upp í hinar heilögu hæðir trúnaðar- traustsins. „Hvað megnar að steypa þér af stóli, þú máttki?“ sagði hann. „Hvað getur steypt þér af stóli? Fyrir þér beygir borgin eilífa kné sín. Þú ert hið heilaga barn Róma. Þú ert hinn krýndi, er lýðurinn lýtur. Þú ert hinn máttki, er kemur með hjálp og styrk og hug- svölun. Þú einn átt að tignast á Kapitolium“. Munkurinn sá kórónu líkansins ummyndast í geislabaug, er sendi geisla sína út yfir víða veröld. Og í hvaða átt, sem hann fylgdi stefnu geislanna, sá hann heim- inn þéttskipaðan kirkjum, þar sem Kristur var tignaður. Það var því líkast, sem voldugur drottnari hefði sýnt honum alla þá k'astla og virki, er verðu lönd hans. „Sannarlega mun þér ekki verða steypt af stóli“, sagði munkurinn. „Ríki þitt mun standa að eilífu“. Og hver sá af munkunum, er sá líkanið, naut nokkrar stundir á eftir huggunar og friðar, allt þar til óttinn náði aftur tökum á hon- um. En hefðu munkarnir ekki átt líkan þetta, mundu sálir þeirra ekki hafa fundið augnabliks ró. Þannig höfðu þá munkar Ara- coeli-klaustursins með bænahaldi og baráttu haft sig fram gegn um aldirnar, og þar hafði aldrei verið skortur varðmanna, því jafnskjótt og einn var örmagna orðinn af ótta, brugðu aðrir við og tóku við starfi hans. Og þrátt fyrir það, að flestir þeirra, sem gengu í klaustur þetta, yrðu vitfirring að bráð, eða dæju um aldur fram, var sem fylking munkanna væri sífellt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.