Sagnir - 01.04.1989, Page 11
Mér verður hússins dæmi...
vegar um landið á (ornleifaskrá í
umsjá Þjóðminjasafnsins, þ.e.
kirkjur, torfbæir, timburhús, stein-
hús, hjallar, smíðahús og hvers
kyns byggingar af öðru tagi frá 18.,
19. og 20. öld.12 Sögulegt og menn-
ingarsögulegt gildi húsanna hefur
einkum ráðið vali bygginganna.
Þáttur sveitarfélaga í
húsafriðun
Stjórnir ýmissa sveitarfélaga hafa á
undanförnum árum friðað hús og
önnur mannvirki á sínum yfirráða-
svæðum, þar á meðal má nefna ísa-
fjarðarkaupstað og Akureyrarbæ.
Reykjavíkurborg lét friða tíu hús í
eigu borgarinnar 1978, og hefurver-
ið unnið skipulega að viðgerð og
endurbótum á þeim húsum síðan.13
Segja má að meðferð borgaryfir-
valda á Höfða marki viss tímamót
þegar litið er á viðhorf yfirvalda til
varðveisluhugmynda. Reykjavíkur-
borg keypti húsið til niðurrifs 1958,
en þáverandi borgarverkfræðingur
Gústaf E. Pálsson fór fljótlega að
huga að endurbótum.14 Níu árum
síðar, eða 1967, hafði tíminn unnið
^eð húsinu og málefninu, því þá
hafist handa um gagngera
viðgerð. Þegar þetta er skrifað telst
Höfði vera eitt fegurstu húsa borgar-
innar, og eitt helsta stolt hennar,
notað sem móttökuhús borgarstjóra.
Nesstofa á Seltjarnarnesi.
H°fði i Reykjauik 1989.
SAGNIR 9