Sagnir - 01.04.1989, Side 39

Sagnir - 01.04.1989, Side 39
Jón Eiríksson 1728—1787 á landslýð eins og ránfuglar og svipt marga landeigendur höfuðbólum sínum í staðamálum. Loks hefðu samfelldar plágur um margra ára bil á 14. öld, dýrtíð og sjúkdómar rekið endahnútinn á fyrri velmektardaga þjóðarinnar. Skilningur og þekking Ondsigt ... Videnskaber) á búskap og verslun dó út í landinu. Upp hefði runnið tími erlendrar verslun- ar í landinu, fyrst norskrar, síðan enskrar á 15. öld, þá þýskrar á 16. öld og loks danskrar verslunar frá því á 17. öld.10 Þetta var sagnaritun um gullöld Islendinga, sem var gullöld frelsis og þekkingar, eins og upplýsingar- menn 18. aldar hugsuðu sér hana. Þannig skildi einnig A.L. Schlözer, hinn frægi þýski upplýsingarsagn- fræðingur og stjórnmálarithöfundur, sögu íslendinga til forna og studdist þá m.a. við skoðanir Jóns Eiríks- sonar.11 Þegar þekkingin og skilningurinn hurfu þá hvarf einnig frelsið. Þetta var sú glóð sem oft var blásið að í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Enn eimir eftir af þessum skoðunum í ís- •ensku þjóðlífi, þótt minna fari fyrir því en áður. Hin fræga frásögn Ólafs Ólafsson- ar af stofnun Lærdómslistafélags- ins, sem prentuð er (1828) í ævisög- unni um Jón Eiríksson, er á margan Tilvísanir 1 Æíisaga Jóns Eyríksonar, Konferenz- ráðs, Depútéraðs í enu kgl. Rentu- kammeri, Bókaoarðar á þoí stóra kgl. Bókasafni, o.s.fr. o.s.fr. Saman- tekin af Handlæknir Sveini Pálssyni eptir tilhlutan Amtmanns Bjarna Thorsteinssonar..., Kbh. 1828. Einnig prentuð að mestu í Merkir íslending- ar. Æoisögur og minningargreinar IV, Þorkell Jóhannesson bjó til prent- unar, Rv. 1950, 181-282. 2 Æfisaga..., 28. —Merkir íslendingar IV, 197. 3 Æfisaga..., 78.—Merkir íslendingar IV, 229. 4 Jón Helgason: Meistari Hálfdan. Æfi- og aldarfarslýsing frá 18. öld, Rv. 1935, 43 og 110-114. Hálfdan nam guðfræði af kennurum sem voru undir áhrifum frá Wolff, sjá sama rit, 35-36. 5 Þorsteinn Þorsteinsson: Magnús hátt merkileg. Hún hefur eflaust hvatt Jón Sigurðsson og Fjölnis- menn til dáða á 19. öld. Samkvæmt frásögninni vildi Jón Eiríksson að höfuðtilgangur félagsins yrði „að fræða landa vora í bústjórnarefn- um". Landsins hagirvirðast því hafa verið sá grundvöllur sem Jóni þótti mest um verður. En það kemur einnig fram í frásögn Ólafs að Jón var mjög siðavandur í hugsun, félagarnir í Lærdómslistafélaginu áttu líka að venjast „til yðju og siðgæða".12 Allt er þetta í samræmi við það sem annars má sjá af ritum Jóns og hug- sjónum. Þegar félagið var stofnað hlaut hinn fremsti félagi þess, Jón Eiríks- son, heiðurstitilinn „forsetumaðr", sem síðar var breytt í „forseti".13 Á stefnuskrá þess var m.a. að tala hreina og fallega íslensku. Þetta var að sumu leyti í samræmi við hreyf- ingar sunnar í álfunni. Þannig er Christian Wolff, sem Jón dáði svo mjög, alla jafnan talinn faðir þýsk- unnar sem heimspekimáls. íslenskt heimspekimál hugleiddi Jón Eiríks- son einnig í bréfi til Finns biskups 1782:14 bágast sýnist mér að fá oeritates philosophicas (heimspekislær- dóma) á góða Islenzku, þar svo lít- ið er áður ritað in philosophicis, Ketilsson sýslumaður, Rv. 1935, 183, 185 og 228. - Jón Helgason: Hrapps- eyjarprentsmiðja 1773-1794 (Safn Fræðafjelagsins VI), Kbh. 1928, 11 og 39. 6 Æfisaga..., 84. —Merkir íslendingar IV, 232. 7 Ludv. Friherres af Holberg: Danne- marks og Norges Geistlige og Verds- lige Staat eller Beskrioelse..., Tredie Oplag, Kbh. 1762, 366-380 og 476- 517. Um höfundskap Jóns að þess- um viðaukaköflum, sjá bréf hans 27. desember 1761 til Luxdorphs, prent- að í Luxdorphiana, eller Bidrag til den danske Literairhistorie..., Ved. Mag. Rasmus Nyerup I—II. Kbh. 1791, 471-472. 8 Holberg: Dannemarks..., 508 og 512-513. 9 Dönsk þýðing kom út ári síðar, Mallet, P.H.: Indledning udi Dan- að túnguna enn vantar mýmörg orð og talshætti, sem því efni hlýði. íslenskur málræktaráhugi á sér að sjálfsögðu enn eldri rætur en hann efldist mjög með upplýsingarmönn- unum á 18. öld, mönnum eins og Jóni Eiríkssyni. Málræktarmenn á 18. öld voru metnaðarfullir og eld- heitir uppfræðarar, þeir höfðu boð- skap að flytja. Málrækt þeirra tengd- ist skoðunum og hugsjónum og snerist ekki bara um tungumálið sjálft í skoplegri og aumkunarverðri formdýrkun. Jón Eiríksson var boðberi þekk- ingar, skilnings og frelsis. Hann veitti straumum nýrra mennta og vísinda frá meginlandi Evrópu til ís- lands með þrotlausu starfi að útgáfu fræðirita um hag landsins og menn- ingu. Hann beitti einnig áhrifum sínum sem valdamaður til þróunar atvinnuvega landsins. Hann studdi Skúla Magnússon og innréttingarnar nýju, hann sat í stjórn Konungs- verslunar og stuðlaði þar að eflingu fiskveiðanna við landið og hann vann að upplýsingu um nýjungar og umbætur í landbúnaðinum. Vonandi kemur að því að starf Jóns og hugsjónirverði tekið til frek- ari sögulegrar rannsóknar en kostur hefur verið með þessum fáu línum. marks Riges historie..., efter Begiær- ing paa Dansk oversat, Kbh. 1756, 112-118, sjá sérstaklega þar sem tal- að er um „Forfatteren af l’Esprit des Loix“. Af annarri útgáfu á frönsku, Mallet: Histoire de Dannemarc, Tome Premier, Lyon 1766, 159, sést að Mallet vísar til ummæla Montes- quieus um stjórnskipan íslendinga til forna. Þessi ummæli hefur mér þó ekki tekist að finna í þeim ritum Montesquieus sem til em í landinu. 10 Holberg: Dannemarks..., 366-374. 11 Schlözer, A.L.: Islándische Litteratur und Geschichte, Göttingen 1773, 3- 4. 12 Æfisaga..., 149 og 153. —Merkir ís- lendingar IV, 272-273. 13 Æfisaga..., 151. —Merkir íslending- ar IV, 273. 14 Æfisaga..., 134. —Merkir íslending- ar IV, 260. SAGNIR 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.