Sagnir - 01.04.1989, Side 39
Jón Eiríksson 1728—1787
á landslýð eins og ránfuglar og svipt
marga landeigendur höfuðbólum
sínum í staðamálum. Loks hefðu
samfelldar plágur um margra ára bil
á 14. öld, dýrtíð og sjúkdómar rekið
endahnútinn á fyrri velmektardaga
þjóðarinnar. Skilningur og þekking
Ondsigt ... Videnskaber) á búskap
og verslun dó út í landinu. Upp
hefði runnið tími erlendrar verslun-
ar í landinu, fyrst norskrar, síðan
enskrar á 15. öld, þá þýskrar á 16.
öld og loks danskrar verslunar frá
því á 17. öld.10
Þetta var sagnaritun um gullöld
Islendinga, sem var gullöld frelsis
og þekkingar, eins og upplýsingar-
menn 18. aldar hugsuðu sér hana.
Þannig skildi einnig A.L. Schlözer,
hinn frægi þýski upplýsingarsagn-
fræðingur og stjórnmálarithöfundur,
sögu íslendinga til forna og studdist
þá m.a. við skoðanir Jóns Eiríks-
sonar.11
Þegar þekkingin og skilningurinn
hurfu þá hvarf einnig frelsið. Þetta
var sú glóð sem oft var blásið að í
sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Enn
eimir eftir af þessum skoðunum í ís-
•ensku þjóðlífi, þótt minna fari fyrir
því en áður.
Hin fræga frásögn Ólafs Ólafsson-
ar af stofnun Lærdómslistafélags-
ins, sem prentuð er (1828) í ævisög-
unni um Jón Eiríksson, er á margan
Tilvísanir
1 Æíisaga Jóns Eyríksonar, Konferenz-
ráðs, Depútéraðs í enu kgl. Rentu-
kammeri, Bókaoarðar á þoí stóra
kgl. Bókasafni, o.s.fr. o.s.fr. Saman-
tekin af Handlæknir Sveini Pálssyni
eptir tilhlutan Amtmanns Bjarna
Thorsteinssonar..., Kbh. 1828. Einnig
prentuð að mestu í Merkir íslending-
ar. Æoisögur og minningargreinar
IV, Þorkell Jóhannesson bjó til prent-
unar, Rv. 1950, 181-282.
2 Æfisaga..., 28. —Merkir íslendingar
IV, 197.
3 Æfisaga..., 78.—Merkir íslendingar
IV, 229.
4 Jón Helgason: Meistari Hálfdan. Æfi-
og aldarfarslýsing frá 18. öld, Rv.
1935, 43 og 110-114. Hálfdan nam
guðfræði af kennurum sem voru
undir áhrifum frá Wolff, sjá sama rit,
35-36.
5 Þorsteinn Þorsteinsson: Magnús
hátt merkileg. Hún hefur eflaust
hvatt Jón Sigurðsson og Fjölnis-
menn til dáða á 19. öld. Samkvæmt
frásögninni vildi Jón Eiríksson að
höfuðtilgangur félagsins yrði „að
fræða landa vora í bústjórnarefn-
um". Landsins hagirvirðast því hafa
verið sá grundvöllur sem Jóni þótti
mest um verður. En það kemur einnig
fram í frásögn Ólafs að Jón var mjög
siðavandur í hugsun, félagarnir í
Lærdómslistafélaginu áttu líka að
venjast „til yðju og siðgæða".12 Allt
er þetta í samræmi við það sem
annars má sjá af ritum Jóns og hug-
sjónum.
Þegar félagið var stofnað hlaut
hinn fremsti félagi þess, Jón Eiríks-
son, heiðurstitilinn „forsetumaðr",
sem síðar var breytt í „forseti".13 Á
stefnuskrá þess var m.a. að tala
hreina og fallega íslensku. Þetta var
að sumu leyti í samræmi við hreyf-
ingar sunnar í álfunni. Þannig er
Christian Wolff, sem Jón dáði svo
mjög, alla jafnan talinn faðir þýsk-
unnar sem heimspekimáls. íslenskt
heimspekimál hugleiddi Jón Eiríks-
son einnig í bréfi til Finns biskups
1782:14
bágast sýnist mér að fá oeritates
philosophicas (heimspekislær-
dóma) á góða Islenzku, þar svo lít-
ið er áður ritað in philosophicis,
Ketilsson sýslumaður, Rv. 1935, 183,
185 og 228. - Jón Helgason: Hrapps-
eyjarprentsmiðja 1773-1794 (Safn
Fræðafjelagsins VI), Kbh. 1928, 11
og 39.
6 Æfisaga..., 84. —Merkir íslendingar
IV, 232.
7 Ludv. Friherres af Holberg: Danne-
marks og Norges Geistlige og Verds-
lige Staat eller Beskrioelse..., Tredie
Oplag, Kbh. 1762, 366-380 og 476-
517. Um höfundskap Jóns að þess-
um viðaukaköflum, sjá bréf hans 27.
desember 1761 til Luxdorphs, prent-
að í Luxdorphiana, eller Bidrag til
den danske Literairhistorie..., Ved.
Mag. Rasmus Nyerup I—II. Kbh. 1791,
471-472.
8 Holberg: Dannemarks..., 508 og
512-513.
9 Dönsk þýðing kom út ári síðar,
Mallet, P.H.: Indledning udi Dan-
að túnguna enn vantar mýmörg
orð og talshætti, sem því efni
hlýði.
íslenskur málræktaráhugi á sér að
sjálfsögðu enn eldri rætur en hann
efldist mjög með upplýsingarmönn-
unum á 18. öld, mönnum eins og
Jóni Eiríkssyni. Málræktarmenn á
18. öld voru metnaðarfullir og eld-
heitir uppfræðarar, þeir höfðu boð-
skap að flytja. Málrækt þeirra tengd-
ist skoðunum og hugsjónum og
snerist ekki bara um tungumálið
sjálft í skoplegri og aumkunarverðri
formdýrkun.
Jón Eiríksson var boðberi þekk-
ingar, skilnings og frelsis. Hann
veitti straumum nýrra mennta og
vísinda frá meginlandi Evrópu til ís-
lands með þrotlausu starfi að útgáfu
fræðirita um hag landsins og menn-
ingu. Hann beitti einnig áhrifum
sínum sem valdamaður til þróunar
atvinnuvega landsins. Hann studdi
Skúla Magnússon og innréttingarnar
nýju, hann sat í stjórn Konungs-
verslunar og stuðlaði þar að eflingu
fiskveiðanna við landið og hann
vann að upplýsingu um nýjungar og
umbætur í landbúnaðinum.
Vonandi kemur að því að starf
Jóns og hugsjónirverði tekið til frek-
ari sögulegrar rannsóknar en kostur
hefur verið með þessum fáu línum.
marks Riges historie..., efter Begiær-
ing paa Dansk oversat, Kbh. 1756,
112-118, sjá sérstaklega þar sem tal-
að er um „Forfatteren af l’Esprit des
Loix“. Af annarri útgáfu á frönsku,
Mallet: Histoire de Dannemarc,
Tome Premier, Lyon 1766, 159, sést
að Mallet vísar til ummæla Montes-
quieus um stjórnskipan íslendinga
til forna. Þessi ummæli hefur mér þó
ekki tekist að finna í þeim ritum
Montesquieus sem til em í landinu.
10 Holberg: Dannemarks..., 366-374.
11 Schlözer, A.L.: Islándische Litteratur
und Geschichte, Göttingen 1773, 3-
4.
12 Æfisaga..., 149 og 153. —Merkir ís-
lendingar IV, 272-273.
13 Æfisaga..., 151. —Merkir íslending-
ar IV, 273.
14 Æfisaga..., 134. —Merkir íslending-
ar IV, 260.
SAGNIR 37