Sagnir - 01.04.1989, Side 66
Sigrún Valgeirsdóttir
Fyrstu tueir árgangar Sagna. Vélritun, hönnun, uppsetning o.þ.h. uar unnið af sagnfrœðinemum listamenn. I þeim anda birtist hér ein sem
sjálfum. Margir lögðu hönd á plóginn og Auður Ólafsdóttir sá m.a. um að teikna forsiðumyndir sonur Eggerts Þórs, Gunnar Theodór teiknaði
og myndir af uiðmœlendum í 1. árgangi. ánð >986’ Þá 4ra ára gamall, af föður sínum.
tæki við að loknu námi. Kennsla í
framhaldsskólum var það sem fólki
stóð helst til boða. Hins vegar vissu
allir að hver staða sem losnaði kall-
aði á fjölmarga umsækjendur og því
voru möguleikarnir til starfa e.t.v.
ekki miklir. Nokkur uggur var í
mönnum um framtíðina og við fór-
um að reyna að leita nýrra leiða til
að geta unnið við okkar fag. Sagnir
eru angi af þessari hugsun. Menn
veltu mikið fyrir sér stöðu sagn-
fræðinnar í samfélaginu og stöðu
hennar gagnvart öðrum greinum.
Félagsvísindagreinar af ýmsu tagi
voru að ryðja sér til rúms og urðu
vinsælli með hverju árinu sem leið,
bæði í skólakerfinu og almennt.
Okkur fannst því að sagnfræðin ætti
á hættu að lokast inni í turni. Því
þyrfti að finna leiðir til að brjótast
þarna út. Sagnir voru kannski ein
leiðin, enda sjást þess glögg merki í
fyrsta blaðinu hve upptekin við vor-
um af þessu máli.
Sp.: Voruð þið þa róttækir hugsjóna-
menn ?
Eggert: Við vorum nú ekki ýkja
róttækir í flokkspólitískum skiln-
ingi, fengum raunar orð á okkur fyrir
að vera fremur nálægt miðju í því
efni. Ýmsir tóku eftir þessu. Sumum
þótti miður að „vinstri bylgjan" frá
fyrri hluta áttunda áratugarins virtist
vera að fjara út en aðrir fögnuðu því,
t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son sem sagði í ritdómi um annan
árgang Sagna að útgáfa blaðsins
væri í rauninni mikið fagnaðarefni.
Hannes hélt því reyndar fram í rit-
dómnum að um það leyti sem hann
lauk BA-prófi hefðu verið í sagn-
fræði margir „mannkynsfrelsarar,
samanbitnir og síðskeggjaðir", eins
og hann lýsti þeim, en að Sagnir
vitnuðu hins vegar um það að þeim
færi hraðfækkandi og eftir stæðu
„hófsamir menn“. Okkurþótti nokk-
uð skondið að lesa þetta í Morgun-
blaðinu á sínum tíma. Enda þótt við
þættum lítt róttækir í samanburði
við suma forvera okkar í námi held
ég að við höfum engu minni metnað
haft fyrir hönd sagnfræðinnar en
þeir. Við slógum hins vegar á aðra
strengi, vildum reyna að höfða til
breiðari hóps fólks. Okkur fannst
full ástæða til þess að ýmsar hug-
myndir sem voru að gerjast meðal
nemenda og margar ágætis ritgerðir
sem unnar voru á námskeiðum í
sagnfræðinni kæmust út fyrir veggi
Háskólans. Við komumst nú samt
fljótlega að því þegar selja átti fyrstu
árgangana að kaupendur lágu ekki
á lausu. Við reyndum að selja ritið í
Árnagarði en áhuginn þar var ótrú-
lega lítill. Þá var farið til vina og
vandamanna og blaðinu þröngvað
upp á þetta fólk. Öðrum þræði vor-
um við auðvitað að reyna að kynna
tímaritið með því að dreifa því sem
víðast. En þetta var óttalegur barn-
ingur til að byrja með.
Þrátt fyrir erfiðleika í upphafi má
samt ekki gleyma því að fjöldi fólks
lagði hönd á plóginn til þess að út-
gáfan heppnaðist. Verkfræði- og
raunvísindadeild lánaði okkur t.d.
ljósaborð þau ár sem allt var unnið
af vanefnum, Stúdentaráð útvegaði
okkur herbergi til afnota undir
starfsemina og síst má gleyma hlut
sagnfræðinema sjálfra. Við reynd-
um að virkja þá eftir mætti og fyrstu
tvö árin hengdum við t.d. upp aug-
lýsingu og lista í Árnagarði þar sem
64 SAGNIR