Sagnir - 01.04.1989, Page 94

Sagnir - 01.04.1989, Page 94
Jón Ólqfiir ísberg Goðorð Eiríks Þú hnepptist í bönd fyrir blinduðum heimi. En bælir þig helþögn, svo jörðin þér gleymi, skautfold, með glitljós gull yfir hvarmi, sem grófst vorar hetjur í nafnlausar moldir. En réttlætið vakir með reiddum armi. í refsandi guðsdóm er skráð, hvað þú þoldir. Og þjóðirnar blikna af blöskrun og iðrun við blóðlausa oksins myrðandi niðrun. — Kúgun og prang undir konunganöfnum; kristnandi hræsni með Þór fyrir stöfnum; þar vísindin leppuðu landþjófsins dáðir, á lágmörkum glæpa og jarðneskrar eymdar; þar guðsmynd var tröðkuð og þrælar þjáðir, en þrumur af dómsorðum himnanna geymdar. — Nú stíga þeir fram hinir mannskemmdu myrtu, sem mangarinn færði dauða úr skyrtu. Norræni andi er nútímans veldi, — en nafnhvinsins öld sekkur bölvuð að kveldi. Hann lagði á máttstola mundir; hann minnkaði og svelti löndin í fjötrum en loks varð þó kothyggja kúgarans undir. Hann kraup fyrir sögunnar dómi í tötrum — og hitti sig sjálfan þar sunnar dregur. Já, suður, ei út, liggur kramarans vegur. Finnst ósnortin taug í íslensku hjarta um örlög þín harmaland mikla og bjarta? Af nornanna þráðum er eining vor ofin; með oss skaltu frændhauður dvelja í lögum. Að skertum þeim hlut er vor heimsfriðun rofin og hafbryggjan norræna, mikla úr sögum. Nei. Eyjalög skína í rísandi roða, — þar ríkja skal námshugi íslenskra goða. Einar Benediktsson. uðu veiðar á fjarlægum miðum í norðurhöfum, t.d. við ísland. Sér- staklega voru síld- og hvalveiðar mikilvægar en þorskveiðar voru meira á heimamiðum. En það voru ekki bara sjómennirnir sem fóru um allt. Frægustu heimskautafarar þessa tíma voru Norðmennirnir Amund- sen og Nansen. Við lok fyrra stríðs komu nýir tím- ar og breyttar aðstæður í alþjóða- málum. Norðmenn voru vel á verði við að gæta „hagsmuna" sinna og fulltrúi þeirra í París, þar sem Evr- ópu var skipt upp á nýtt, var með all- ar klær úti að ná í landsvæði. Norsk stjórnvöld urðu að stoppa hann af svo ekki hlytust af vandræði en þau voru þó fylgjandi því að bæta Sval- barða, Jan Mayen og nokkrum smá- eyjum til viðbótar við ríkið.5 Grænland, sem Norðmenn höfðu haft augastað á, varð að bíða betri tíma. Árið 1921 fór Kristján X Dana- kóngur í heimsókn til Grænlands og af því tilefni var því formlega lýst yfir af dönskum stjórnvöldum að landið tilheyrði danska ríkinu. Áður en Danir gáfu út þessa yfirlýsingu höfðu þeir haft samband við norsk stjórnvöld (1919) til að grennslast fyrir um afstöðu þeirra til þessa máls. Svar norska utanríkisráðherr- ans Ihlens var á þá leið að norsk stjórnvöld hefðu ekkert við þessa fyrirætlan Dana að athuga.6 Danir munu einnig hafa tryggt sér stuðn- ing ýmissa annarra ríkja við form- lega innlimun Grænlands. Banda- ríkin studdu þá enda höfðu Danir tryggt sér stuðning þeirra er þeir seldu þeim eyjar sem þeir áttu í Karabíska hafinu 1916. Innlimun Grænlands hafði það í för með sér að útlendingum var óheimilt að veiða við strendur landsins eða hafa bækistöðvar í landi. Þetta kom harðast niður á Norðmönnum sem voru með mikla útgerð á þessum slóðum. Eftir mik- inn þrýsting leyfðu dönsk stjórnvöld norskum sjómönnum að koma sér upp birgðabækistöð á Austur-Græn- landi. Þetta dugði þó aðeins skamman tíma. Norsk þjóðarrémba var í mikilli uppsveiflu, einsog víða annars staðar, og ekki er ólíklegt að margan Norðmanninn hafi dreymt um endurkomu „Noregsveldis". Stofnuð var sérstök nefnd, íshafs- ráðið, og átti það að hafa eftirlit og umsjón með rannsóknum og að- gerðum á heimskautasvæðunum. í raun var þetta nokkurs konar út- þenslumálaráðuneyti þó það sveip- aði um sig einhverjum vísindaleg- um hjúpi. Árið 1931 lögðu nokkrir Norð- menn er staddir voru á Grænlandi undir sig hluta af Austur-Grænlandi, kölluðu það „Land Eiríks rauða“, og tileinkuðu það kónginum. Þessi að- gerð var skipulögð af íshafsráðinu og með samþykki stjórnvalda.7 Bændaflokkurinn sem var nýkom- inn til valda studdi aðgerðina og skipaði sérstakan sýslumann yfir svæðið, Helge Ingstad, sem síðar varð frægur fyrir uppgröft á forn- minjum í L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Ekki náðust samn- ingar í þessu máli og kærðu Danir þá Norðmenn fyrir Alþjóðadóm- stólnum í Haag. Alþjóðadómstóll- inn felldi síðan þann úrskurð 5. apríl 1933 að Danir hefðu einir yfirráða- rétt yfir öllu Grænlandi. Norsk stjórnvöld sættu sig við þennan úr- skurð og kölluðu sína menn heim. Þessi atburður hefir sett ljótan blett á samvisku Norðmanna enda reyna 92 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.