Sagnir - 01.04.1989, Page 106

Sagnir - 01.04.1989, Page 106
Magnús Hauksson Spjalskrárseðill af filmusafni sjónuarpsins. KFI-171 Eitraðir tómatar. Rv., okt., 1988. 41:00 - 43:29 = 2:29 min. U-H. Hollustuvernd rikisins, er á varðbergi, ef ástaeða er til aó ætla aó eitruó matvæli t.d. graaimeti úóað meó skordýraeitri berist til lands- ins. Rætt viö Halldór Runólfss. deildarstj. Hollustuverndar. Nærmyndir af graarmeti og ávöxt- um, þ.á.m. grape og appelsinum. Nióursuóuvörur og lagmeti i hillu i verslun. Sýnt: 13/10/88. 1) Graaimeti. 2) Heilbrigóismál. 3) Halldór Runólfsson f 1948 un verði síðan endurtekin með ákveðnu millibili. Jafnframt er bent á að slíkt fyrirkomulag sé illfram- kvæmanlegt og dýrt. Varðandi sjón- varpsefni tel ég æskilegt að efni sé grisjað fljótlega eftir útsendingu og síðan aftur með ákveðnu millibili. Að lokum er eitt sem hafa ber í huga, en það er hver sé dómbær á það hvað hefur geymslugildi og hvað ekki." Að undanförnu hafa Elín Kristins- dóttir deildarstjóri safnadeildarinn- ar og Gunnhildur Björnsdóttir lagt drög að samræmdum geymslu- og grisjunarreglum hljóðvarps og sjón- varps í samráði við þjóðskjalavörð. Þessi vinna er hluti af víðtækara starfi sem nú stendur yfir á vegum Þjóðskjalasafnsins við að samræma vistun skjala á ríkisstofnunum. Skráning - flokkun Efni á filmusafni sjónvarpsins er flokkað í innlendar fréttir, erlendar fréttir og innlent dagskrárefni. í skrá safnsins er raðað eftir titlum, efnis- orðum og mannanöfnum. Það er með öðrum orðum til efnisflokkuð skrá yfir efni safnsins. Stutt efnislýs- ing er sett á spjald fyrir hvern þátt í safninu og er reynt að hafa hana eins stutta og mögulegt er en samt með eins miklum upplýsingum og frekast er unnt. Efnisorðakerfið sem flokkað er eftir er að nokkru leyti heimagert en byggir á kerfi sem heitir Sears List of Subject Heading (9. útgáfa). Gunnhildur sagði að safnið hefði búið að því að Kristín Pétursdóttir, bókasafnsfræðingur og þula, hefði skömmu eftir að sjón- varpið hóf starfsemi skipulagt það. Það gerði hún mjög vel fyrir safnið eins og það var þá. Hins vegar hafi upphaflegur efnisorðalisti ekki verið endurnýjaður nóg með tilliti til stærra safns og þar af leiðandi þarf- ar fyrir nákvæmari efnisflokkun og skráningu. Ofullkomin efnisflokkuð skrá er til yfir útvarpsefni frá því fyrir til- komu safnadeildar Ríkisútvarpsins. Safnadeildin var sett á laggirnar um leið og hljóðvarpið flutti af Skúlagöt- unni í Efstaleiti 1 í júní 1987. Áður voru til mörg söfn innan útvarpsins hvert öðru óháð: hljómplötusafn, segulbandasafn, nótnasafn, o.s.frv. Filmusafn sjónvarpsins heyrir undir safnadeild. Með tilkomu safnadeild- arinnar voru öll gömlu söfnin sett undir einn hatt og þar fer skráning allra gagna fram. Það efni sem nú verður til á útvarpinu og síðan falið safnadeildinni til varðveislu er efnis- flokkað. Efni sem framleitt var fyrir stofnun safnadeildarinnar mun trú- lega ekki verða flokkað í nánustu framtíð en það er skráð á höfunda, flytjendur og titla. Máni Sigurjóns- son benti á að oft væru upplýsingar á upptökuskýrslunum litlar um efni þátta og það gerði nákvæma efnis- töku mjög fyrirhafnarsama; það væri varla vinnandi vegur að láta mann- afla í það að hlusta á hvern þátt og efnistaka hann. Ríkisútvarpið er skyldugt að skila skjölum sínum til Þjóðskjalasafns eins og aðrar stofnanir ríkisins. Um Ríkisútvarpið gilda þau sérákvæði að það „skal varðveita [sjálftj myndir, plötur og hljómbönd eftir því sem útvarpsstjóri og útvarpsráð ákveða í samráði við þjóðskjala- vörð."2 Fyrstu skil á skjalagögnum Ríkisútvarps fóru fram 1987. Fréttastofa hljóðvarps Það er of rúmfrekt að gera nákvæma grein fyrir skráningu alls efnis á safnadeild sem hugsanlega gæti haft sagnfræðilegt gildi. Ég kýs því að taka dæmi af einni deild útvarps- ins og segja í fáum orðum frá hvern- ig vistun á fréttaefni frá fréttastofu hljóðvarps er háttað og hvernig má nálgast það. Allt fréttaefni sem er á annað borð varðveitt frá tímanum fyrir til- komu safnadeildarinnar er til skráð en óefnisflokkað. Það er með öðr- um orðum ekki við neina efnisflokk- aða skrá að styðjast ef leita þarf uppi gamla frétt eða fréttapistil og einföld tímaröð ræður því hvernig fréttaefnið raðast niður í geymslum. Vegna þessa er það grundvallarfor- senda fyrir því að frétt sé finnanleg að sá sem leitar viti hvenær hún var flutt. Núna eru fréttaaukar/-pistlar efnisteknir á safnadeild þegar þeim er skilað þangað. Þeir eru varðveittir á segulböndum en ekki til uppskrif- aðir. Áttafréttir á morgnana, hádegis- og kvöldfréttatímar eru varðveittir á spólum í hálft ár en þá eytt. Frétta- stjóri ákveður þá hvað af fréttapistl- um er sett í varanlega vörslu safna- 104 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.