Sagnir - 01.04.1989, Page 106
Magnús Hauksson
Spjalskrárseðill
af filmusafni sjónuarpsins.
KFI-171 Eitraðir tómatar. Rv., okt., 1988.
41:00 - 43:29 = 2:29 min. U-H.
Hollustuvernd rikisins, er á varðbergi, ef
ástaeða er til aó ætla aó eitruó matvæli t.d.
graaimeti úóað meó skordýraeitri berist til lands-
ins. Rætt viö Halldór Runólfss. deildarstj.
Hollustuverndar. Nærmyndir af graarmeti og ávöxt-
um, þ.á.m. grape og appelsinum. Nióursuóuvörur
og lagmeti i hillu i verslun.
Sýnt: 13/10/88.
1) Graaimeti. 2) Heilbrigóismál. 3) Halldór
Runólfsson f 1948
un verði síðan endurtekin með
ákveðnu millibili. Jafnframt er bent
á að slíkt fyrirkomulag sé illfram-
kvæmanlegt og dýrt. Varðandi sjón-
varpsefni tel ég æskilegt að efni sé
grisjað fljótlega eftir útsendingu og
síðan aftur með ákveðnu millibili.
Að lokum er eitt sem hafa ber í
huga, en það er hver sé dómbær á
það hvað hefur geymslugildi og
hvað ekki."
Að undanförnu hafa Elín Kristins-
dóttir deildarstjóri safnadeildarinn-
ar og Gunnhildur Björnsdóttir lagt
drög að samræmdum geymslu- og
grisjunarreglum hljóðvarps og sjón-
varps í samráði við þjóðskjalavörð.
Þessi vinna er hluti af víðtækara
starfi sem nú stendur yfir á vegum
Þjóðskjalasafnsins við að samræma
vistun skjala á ríkisstofnunum.
Skráning - flokkun
Efni á filmusafni sjónvarpsins er
flokkað í innlendar fréttir, erlendar
fréttir og innlent dagskrárefni. í skrá
safnsins er raðað eftir titlum, efnis-
orðum og mannanöfnum. Það er
með öðrum orðum til efnisflokkuð
skrá yfir efni safnsins. Stutt efnislýs-
ing er sett á spjald fyrir hvern þátt í
safninu og er reynt að hafa hana
eins stutta og mögulegt er en samt
með eins miklum upplýsingum og
frekast er unnt. Efnisorðakerfið sem
flokkað er eftir er að nokkru leyti
heimagert en byggir á kerfi sem
heitir Sears List of Subject Heading
(9. útgáfa). Gunnhildur sagði að
safnið hefði búið að því að Kristín
Pétursdóttir, bókasafnsfræðingur og
þula, hefði skömmu eftir að sjón-
varpið hóf starfsemi skipulagt það.
Það gerði hún mjög vel fyrir safnið
eins og það var þá. Hins vegar hafi
upphaflegur efnisorðalisti ekki verið
endurnýjaður nóg með tilliti til
stærra safns og þar af leiðandi þarf-
ar fyrir nákvæmari efnisflokkun og
skráningu.
Ofullkomin efnisflokkuð skrá er
til yfir útvarpsefni frá því fyrir til-
komu safnadeildar Ríkisútvarpsins.
Safnadeildin var sett á laggirnar um
leið og hljóðvarpið flutti af Skúlagöt-
unni í Efstaleiti 1 í júní 1987. Áður
voru til mörg söfn innan útvarpsins
hvert öðru óháð: hljómplötusafn,
segulbandasafn, nótnasafn, o.s.frv.
Filmusafn sjónvarpsins heyrir undir
safnadeild. Með tilkomu safnadeild-
arinnar voru öll gömlu söfnin sett
undir einn hatt og þar fer skráning
allra gagna fram. Það efni sem nú
verður til á útvarpinu og síðan falið
safnadeildinni til varðveislu er efnis-
flokkað. Efni sem framleitt var fyrir
stofnun safnadeildarinnar mun trú-
lega ekki verða flokkað í nánustu
framtíð en það er skráð á höfunda,
flytjendur og titla. Máni Sigurjóns-
son benti á að oft væru upplýsingar
á upptökuskýrslunum litlar um efni
þátta og það gerði nákvæma efnis-
töku mjög fyrirhafnarsama; það væri
varla vinnandi vegur að láta mann-
afla í það að hlusta á hvern þátt og
efnistaka hann.
Ríkisútvarpið er skyldugt að skila
skjölum sínum til Þjóðskjalasafns
eins og aðrar stofnanir ríkisins. Um
Ríkisútvarpið gilda þau sérákvæði
að það „skal varðveita [sjálftj
myndir, plötur og hljómbönd eftir
því sem útvarpsstjóri og útvarpsráð
ákveða í samráði við þjóðskjala-
vörð."2 Fyrstu skil á skjalagögnum
Ríkisútvarps fóru fram 1987.
Fréttastofa hljóðvarps
Það er of rúmfrekt að gera nákvæma
grein fyrir skráningu alls efnis á
safnadeild sem hugsanlega gæti
haft sagnfræðilegt gildi. Ég kýs því
að taka dæmi af einni deild útvarps-
ins og segja í fáum orðum frá hvern-
ig vistun á fréttaefni frá fréttastofu
hljóðvarps er háttað og hvernig má
nálgast það.
Allt fréttaefni sem er á annað
borð varðveitt frá tímanum fyrir til-
komu safnadeildarinnar er til skráð
en óefnisflokkað. Það er með öðr-
um orðum ekki við neina efnisflokk-
aða skrá að styðjast ef leita þarf
uppi gamla frétt eða fréttapistil og
einföld tímaröð ræður því hvernig
fréttaefnið raðast niður í geymslum.
Vegna þessa er það grundvallarfor-
senda fyrir því að frétt sé finnanleg
að sá sem leitar viti hvenær hún var
flutt. Núna eru fréttaaukar/-pistlar
efnisteknir á safnadeild þegar þeim
er skilað þangað. Þeir eru varðveittir
á segulböndum en ekki til uppskrif-
aðir.
Áttafréttir á morgnana, hádegis-
og kvöldfréttatímar eru varðveittir á
spólum í hálft ár en þá eytt. Frétta-
stjóri ákveður þá hvað af fréttapistl-
um er sett í varanlega vörslu safna-
104 SAGNIR