Sagnir - 01.04.1989, Page 117
Leiðrétting vegna Sagna 9
Forsíðumynd Sagna 9 var fengin að láni hjá Þjóðminja-
safni íslands og er úr myndasafni Guðbjarts Ásgríms-
sonar (Mms. G.Á. 439).
Myndatexti var byggður á upplýsingum sem fylgdu
með myndinni. Skömmu eftir útkomu blaðsins barst
okkur hinsvegar bréf frá Hólmfríði Erlu Benediktsdótt-
ur, Ljárskógum 3, Rv. með réttum upplýsingum. Þar
segir m.a.: „Benedikt Ingvarsson heitir drengurinn á
myndinni, sonur Ingvars Benediktssonar, skipstjóra á
Víði, sem gerður var út frá Hafnarfirði, og Ásdísar
Jónsdóttur konu hans. Benedikt er fæddur 31.10. 1915
og er enn við góða heilsu ... myndin var tekin árið
1922 og er Benedikt þá 7 ára gamall. Hafði hann feng-
ið að fara með föður sínum þetta sumar á síld og
veiddi þennan líka stóra þorsk, sem hann dró inn einn
síns liðs. Drengirnir voru 2 sem fengu að vera með um
borð þetta sumar. Það er að segja Benedikt, og sonur
vélstjórans, Ásgrímur Skagfjörð Guðjónsson ..."
Misskilningurinn á nafni „fyrirsætunnar" liggur aug-
ljóslega í því að núverandi eigendum myndasafns
ljósmyndarans Guðbjarts „kokks“ Ásgeirssonr heitins,
hefur ekki verið ljóst af hvorum drengjanna, sem um
borð voru, myndin var.
Myndin hefur hinsvegar verið til á heimili Benedikts
frá því hún var tekin.
Hólmfríður Erla fær bestu þakkir fyrir upplýsingarnar
og hefur þeim verið komið á framfæri við Þjóðminja-
safnið.
SAGNIR
115