Sagnir - 01.06.2000, Side 13

Sagnir - 01.06.2000, Side 13
Borgir Þýskalands skemmdust mjög í loftárásum bandamanna. Margir íslendingar í Þýskalandi óskuðu eftir aðstoð sænska sendiráðsins til þess að komast heim til íslands. Það var að nóttu til. Við sátum í kjallaranum. Eldur kom upp í húsinu. Ekkert var hægt að gera, borgin var eitt logandi víti. Allir, sem mögulega gátu, reyndu að komast út úr borginni. Það mátti sjá fólk brenna til bana og kafna af reyk. Allt var á slíkri ringulreið, að ekki fá því orð lýst. Mæður höfðu orðið vanskila við börn sín. - Sumar fundu þau aldrei. Aðrar ekki fyr en löngu seinna. Það eina, sem jeg hugsaði, var að reyna að halda í börnin. Við ætluðum að leita út fyrir borgina þegar í stað. - Það gátum við ekki, flugvjelar bandamanna voru yfir borginni og gerðu án afláts árásir á alla vegi til borgarinnar.54 Helga var á sífelldum flækingi um landið fram á haust en þá fékk hún inni í fjölbýlishúsi í Berlín. Ekki vildi betur til en að fljótlega eftir að hún flutti þar inn eyðilagðist það hús líka í loft- árás. Eftir það flæktist hún um landið allt til stríðsloka, á flótta undan Rússum.55 Fleiri íslendingar urðu vitanlega fyrir skaða í þessum fjöl- mörgu árásum. Björn Kristjánsson skrifaði í félagstilkynningu í apríl 1944: „I hinum hræðilegu loftárásum á Hamborg í júlílok og ágústbyrjun [1943] voru margir meðlimanna og vinir félags- ins hart leiknir. Sumir meðlimir misstu þá hús og heimili og eig- ur sínar að miklu eða öllu leyti. Eg hefi haft samband við þá alla og frétt af þeim við og við. Síðan hafa gerst svipaðir atburðir í sumum öðrum borgum, t.d. Berlín og Leipzig."56 Stefnt heim á leið Af ofangreindu að dæma er það ekki furða að íslendingum hafi ekki verið rótt i Þýskalandi og fólk hafi óskað eftir því að kom- ast heim. Snemma árs 1941 var áhugi manna á heimferð orðinn nokkur.57 í apríl 1942 sendi Björn Kristjánsson íslenska sendiráð- inu í Kaupmannahöfn fyrirspurn um hvort fyrirsjáanlegt væri að tilraunir yrðu gerðar til þess að fá skip að heiman til að sækja íslendinga á meginlandinu.58 Svarið sem hann fékk var einfalt: Engar líkur voru taldar á því að neitt slíkt myndi eiga sér stað í fyrirsjáanlegri framtíð.59 í júlímánuði það ár höfðu 25 íslending- ar snúið sér til F.Í.Þ. og beðið það um að beita sér fyr- ir heimferðarmálinu. Björn skrifaði sænska sendiráð- inu í Berlín og óskaði eftir því að 50-100 Islendingar fengju far með sænsku skipi, sem sigldi frá Gauta- borg um Norður-Atlantshaf og kæmi þá við, ef stríðs- aðilar leyfðu, í íslenskri höfn.60 Félagið bjó til lista yfir þá íslendinga sem vildu komast heim og sendi sendi- ráðum íslands, sem og reglulegum viðbótum á hann.61 Allar tilraunir í þessa átt mistókust þó og þeg- ar leið á stríðið og loftárásir hörðnuðu, varð sífellt erfiðara fyrir félagið að henda reiður á félögum sín- um, bæði heimilisföngum og heildartölu. Félags- menn höfðu dreifst um landið og sumir höfðu kom- ist til Danmerkur eða Svíþjóðar.62 Það var ekki fyrr en í júní 1945, um það bil mánuði eftir að Evrópustyrj- öldinni lauk, að boð barst um það að fararleyfi hefði fengist fyrir íslendinga frá meginlandinu og að skip myndi sigla með þá heim innan skamms.63 Rúmlega 300 íslendingar sigldu heim með Esju, skipi Eim- skipafélagsins, frá Danmörku þann 5. júlí 1945 og komu til íslands 9. júlí.64 Valdabarátta, klofningur og deilur innan F.Í.Þ. Fram til ársins 1941 hafði starfsemi félagsins að mestu verið bundin við Hamborg og nágrenni. Um mitt ár 1941 fóru menn innan félagsins að huga að út- þenslu þess. Stofnaðar voru félagsdeildir í stærstu borgum Stór-Þýskalands, fyrst í Leipzig og í höfuð- borg landsins, Berlín65 og síðar í Munchen og í Vínar- borg.66 Samhliða þessari útþenslu spruttu upp um- ræður um eðli og tilgang félagsins. Segja má að þess- ar deilur hafi að hluta verið hugmyndafræðilegs eðl- is þar sem tókust á ólíkar lífsskoðanir en að hluta var einnig um persónulegar deilur að ræða. Sérstaklega voru deilurnar harðar milli Berlínardeildarinnar og aðalskrifstofunnar í Hamborg, þar sem fremstir fóru þeir dr. Sveinn Bergsveinsson í Berlín og Björn Krist- jánsson í Hamborg. Magnús Z. Sigurðsson reyndi lengst af að miðla málum. í Berlín var mönnum illa við að félagsmálum sín- um væri stjórnað frá Hamborg eins og raunin var samkvæmt gildandi lögum félagsins. f fyrsta lagi vildu þeir fá að hafa meiri áhrif á það hverjir sætu í stjórn félagsins en lögin gerðu ráð fyrir. Þeir vildu með öðrum orðum „koma félaginu á venjulegan kosningagrundvöll".67 í öðru lagi vildu félagar í Berlín ekki líta svo á að aðsetur félagsins væri í Ham- borg og aðrar borgir væru aðeins deildir þaðan. Magnús Z. Sigurðsson og dr. Sveinn Bergsveinsson gerðu uppkast að breytingum á lögum félagsins og lögðu það fyrir fund félagsmanna í Berlín um kvöld- ið 17. október 1942. Á fundinum stakk Jón Leifs upp á því að annaðhvort yrði aðsetur félagsins flutt til Berlínar eða annað íslendingafélag yrði stofnað þar, sem gæti samið við félagið í Hamborg og ef til vill sameinast því síðar. Máli sínu til stuðnings benti hann á að í Berlín væru flestar opinberar stofnanir og annað þess háttar, sem félagið yrði oft að eiga sam- skipti við. Þessum hugmyndum mótmælti Magnús og sagði þær vera sprottnar úr jarðvegi „lokalpat- riotískra tilfinninga sem ekki væri mark takandi á". Hann benti ennfremur á að ef koma þyrfti persónu- lega fram fyrir hönd félagsins í Berlín, væri formaður Berlínardeildarinnar fullfær um það. Hann reyndi að 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.