Sagnir - 01.06.2000, Page 34

Sagnir - 01.06.2000, Page 34
máli, því hún var ekki einungis mikilvæg sökum þess að upp hana gátu siglt kaupskip, heldur var hún torfært vatnsfall sem gat þjónað sem varnarlína. Þetta sést vel þegar Snorra stendur uggur af Sunn- lendingum: „Fundrinn á Breiðabólsstað var Bótólfs- messu. En Loftr reið fyrir þingit vestr til Borgarfjarð- ar ok gisti í Stafaholti. Var Snorri þar þá kominn búi sínu, því at hann vildi eigi sitja í Reykjaholti, ef hann ætti ófrið við Sunnlendinga."31 Eins vekur frásögnin af misheppnaðri varnaraðgerð Klængs Bjarnarsonar gegn aðför Órækju Snorrasonar árið 1241 þá hug- mynd að þeir hafi hugsað sér vatnsfallið sem annað og meira en til siglinga. Klængur setur vörð á öll vöð- in á Hvítá nema við Steinsvað, sem varð honum að falli.32 Svipaða sögu var að segja af Þorgils skarða: „Sat Þorgils nú heima [í Reykholti] ok lét búa drykk til jólaföstu, en hafði njósnir fyrir vestan Hvítá."33 Þorgils er meðvitaður um stöðu sína sunnan Hvítár sem yfirráðarsvæði sitt, en lætur njósna fyrir vestan Hvítá, þar sem hann er ekki jafn öruggur með sig. Helgi Þorláksson hefur hinsvegar bent á að það get- ur hafa vakað fyrir Snorra að vera frekar í Stafholti þegar hætta var á ófriði, því þá átti hann auðvelt með að flýja á bát suður til Bessastaða, en dæmi eru í Sturlungu um að Snorri hafi siglt þar á milli.34 Eins getur hafa vakað fyrir Snorra Sturlusyni með staðarvalinu að vera nálægt Hvítárvöllum, sem þá var ein helsta verslunarhöfn Islands.35 Þar með var hann ekki einungis nálægt allri verslun, heldur einnig í góðu sambandi við útlönd þar sem hann gat fengið fréttir jafnharðan og skip lögðu að. Nokkuð sem telja má mikilvægt fyrir Snorra, lendan mann Noregs konungs, í valdabaráttu Sturlungaaldar. um heiðamar, upp af Borgarfirði til Þingvalla. En um þessar heiðar lágu þjóðleiðir til Alþingis frá stómm hluta Vesturlands, af Vestfjörðum og að einhverju leyti af Norðvesturlandi. Það var því eflaust engin tilviljun að Snorri Sturluson flutti aðsetur sitt frá Borg, sem lá utan við helstu þjóðleiðir, að Reykholti sem var í alfaraleið. Má segja að þessi ákvörðun Snorra falli ágætlega að kenningu Helga Þorlákssonar um legu höfuðbóla við þjóðleiðir á Sturlungaöld. Þó má ekki einblína á að það hafi verið eina for- sendan fyrir vali Snorra á Reykholti, því aðrar ástæður gætu einnig hafa blundað að baki. Það virkar þó sem mjög sennileg skýring á staðarvali Snorra, því ásamt því að sitja í Reykholti, átti Snorri höfuðbólið Stafholt, sem einnig lá vel við þjóðleiðum um Vesturland. Með þessa tvo staði má segja að Snorri hafi varla getað talist úr leið á Vesturlandi, en líkt og sést á korti hér að framan, var þar stærsti hluti áhrifasvæðis hans. Ríkidæmi Snorra Sturlusonar. Á kortinu sést hvernig leiðir lágu um Höfuðból hans, Stafholt og Reykholt. Niðurstöður Það er niðurstaða þessarar greinar að Reykholt var á Sturlungaöld, nokkuð vel í sveit sett við helstu þjóð- leiðir um Vesturland. Einkum við þær leiðir sem lágu 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.