Sagnir - 01.06.2000, Side 49

Sagnir - 01.06.2000, Side 49
Atli Viðar Thorstensen ER FÆDDUR ÁRIÐ 1974. HANN ÚTSKRIFADIST MEÐ BA I’RÓF í SAGNFRÆÐI FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS VETURINN 2000. Með frjálsa verslun að LEIÐARLJÓSI Björn Olafsson OG haftastefnan 1931-1940 Heimskreppan mikla sótti ísland heim líkt og önnur lönd.1 Mik- ið verðfall varð á íslenskum útflutningsvörum og háir tollar og innflutningshöft sem komið var á í viðskiptalöndum Islendinga gerðu það að verkum að gjaldeyristekjur landsmanna snar- minnkuðu. Til að bregðast við þeim búsifjum sem kreppan olli á Islandi var brátt gripið til víðtækra gjaldeyris- og innflutnings- hafta „til þess að tryggja það að gjaldeyrir landsmanna hrykki fyrir vörukaupum og greiðslum til útlanda."2 Stofnuð var sér- stök nefnd, gjaldeyris- og innflutningsnefnd, sem skyldi hafa umsjón með framkvæmd haftanna og átti Björn Olafsson stór- kaupmaður og síðar ráðherra sæti í nefndinni frá stofnun henn- ar 1931 þar til að hann sagði af sér í janúar 1940. Verslunarstétt- in var andvíg þessum hafta- og tolla ráðagerðum frá upphafi og raunar gengu forystumenn hennar svo langt síðar á áratugnum að ásaka stjórnvöld um að nota kreppuna og haftastefnuna sem tæki til að knésetja frjálsa verslun í landinu.3 Björn Ólafsson (1895-1974) var einn ákafasti andstæðingur haftastefnunnar og um leið mikill baráttumaður fyrir einstak- lingsfrelsi og frjálsri verslun og barðist á opinberum vettvangi fyrir hugðarefnum sínum í tæpa fjóra áratugi. Á þeim tíma átti Björn meðal annars sæti í þremur ríkisstjórnum og var þing- maður Reykvíkinga í ellefu ár. Barátta Björns Ólafssonar fyrir auknu frjálsræði í verslun og viðskiptum fjórða áratugarins endurspeglar ágætlega baráttu verslunarstéttarinnar þess tíma, enda Björn einn helsti talsmaður stéttarinnar. Björn eignaðist dagblaðið Vísi um miðjan fjórða áratuginn og notaði blaðið óspart sem vettvang fyrir baráttumál sín. Þrátt fyrir langan feril í hringiðu stjórnmálanna hefur lftið verið ritað um Björn Ólafsson. Greininni er ætlað að varpa ljósi á stjórnmálasögu Björns 1931-1940 og gera skoðunum hans og störfum skil á því tímabili sem hér um ræðir. Björn Ólafsson. Haftastefnan nemur land Með reglugerð um gjaldeyrisverslun sem birtist í Lögbirtmga- blaðinu 2. október 1931, hófst nær þrjátíu ára tímabil hafta á Is- landi. Samkvæmt 1. grein reglugerðarinnar skyldu Landsbanki Islands og Útvegsbanki íslands hf. fá einkaleyfi til að versla með gjaldeyri og hverjum þeim, sem átti „erlendan gjaldeyri, hvort sem er hér á landi eða erlendis, eða eignast hann síð- ar," var gert skylt „að láta hann af hendi við bankana fyrir skráð kaupgengi."4 í 2. grein var tekið fram að öll verslun með erlendan gjaldeyri væri bönnuð nema með milligöngu bankanna, kaup og sala á ís- lenskum gjaldeyri innanlands sem utan var einnig bönnuð.5 Einnig var kveðið á um takmörkun á gjald- eyri til kaupa á „ónauðsynlegum varningi" og 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.