Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 61

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 61
Sandur mér hingað sendist, sandurinn á þann vanda, sandurinn sjónir blindar, sandurinn byrgir landið, sandurinn sést hér undir, sandur til beggja handa, sandurinn sáðverk hindrar, sandur er óstillandi. Sandur á sætrum lendir, sandurinn klæðum grandar, sandurinn byggðum sundrar, sandurinn teppir anda, sandur í drykknum syndir, sandur í froðu blandast, sandurinn sætir undrum, sandurinn er minn fjandi.41 Gremja Björns er innileg. Baráttuna gegn fjanda sínum háði hann ekki bara með garðagerð heldur og einnig sáningu mel- gresis.42 Tilraunir Björns til að hefta sandfok voru einsdæmi um hans daga. Tilraunir til komræktar vom nokkrar upp úr miðri öldinni en fyrir kornræktinni fór hjá Birni sem öðmm, hún mistókst. Hann gerði þá tilraunir með kartöflurækt hérlendis einna fyrst- ur manna. Þær tilraunir heppnuðust ágætlega og getur nokk- urrar uppskem af þeim.43 Víða í Atla víkur Bjöm að mikilvægi þess að nýta jurtir til manneldis, og lækninga ef því er að skipta. Þar segir einnig nákvæmlega frá því hvernig best sé að velja matjurtagarðinum stað í landareigninni.44 Tvenn rita Björns veita einnig upplýsingar og fróðleik um ræktunarmál og plöntufræði, Korte Beretninger om nogle Forsög til Landvæsenets og især Havedyrkningenes forbedring i lsland og Grasnytjar. Það fyrra var prentað í Höfn 1765 og greinir frá ræktunartilraunum Björns, hið síðara var prentað á sama stað árið 1783 og er e.k. uppsláttarrit um jurtir. Björn átti einnig þátt í Matjurtabókinni mágs síns. Of langt mál er að telja öll búnaðar- og búsýsluafrek Björns. Enn em ónefndar tilraunir hans í trjárækt, vatnsveitugerð, ræs- ingum og annað merkilegt sem er allrar athygli vert. Þess í stað skal þess getið að Björn hlaut fyrstur íslendinga sérstök verð- laun frá konungi fyrir framtakssemi sína og umbótatilraunir 1765 og 1788 veitti konungur honum 60 rd. árleg eftirlaun í við- urkenningarskyni fyrir ævistörf sín.45 Landsins faðir Björn var kóngsins maður; rétt eins og flestir upplýsingarmenn var hann einlægur fylgismaður hins upplýsta einveldis. Hið upplýsta einveldi mddi sér til rúms á átjándu öld í Evrópu og miðaði að föðurlegri ímynd konungsins, sem steig fram sem kærleiksríkur umbótasinni og þjónn þegnanna. Hlutverk hans var að annast þjóð sína, uppfræða hana, mennta, tryggja hags- muni hennar og haga stjórnarháttum sínum að öllu leyti í sam- ræmi við hagsmuni og velferð þegnanna. Konungurinn var um- boðsmaður fólksins, settur af guði almáttugum til farsældar fólkinu og því til dýrðar fremur en sjálfum sér.46 Björn virðist hafa verið mjög meðvitaður og upplýstur um þessi einvaldsfræði því að í Atla má finna tvær algengustu lík- ingarmyndir umræddra fræða, líkingar um tengsl konungs og þegna hans. í fyrsta lagi er um að ræða „föðurlíkinguna", um konung sem föður en þegna sem börn hans: „Kóngur er lands faðir og þar með allra þeirra sem í því búa. Það er gagn og gleði hans að eiga sem flesta undirsáta og vill hann þá alla sæla. Hann ann okkur eins og börnum sínum...."471 öðru lagi er „[kjóngur- inn... landsins faðir.... Oll ríki Danakóngs eru álítandi sem einn líkami en þú ert þess líkama limur."48 Þegn- arnir eru þannig allt í senn böm konungs og líkami. Með líkingum sem þessum er fólgin andstaða gegn ímynd konungsins sem kúgara og eiginhagsmuna- seggs. Af skrifum Björns má glögglega sjá að hann álítur meginskyldur konungsins þrjár: tryggja frið í ríkinu, tryggja réttlát lög og dóma, og styðja trúarlífið í rík- inu.49 Friður í ríkinu er nauðsynlegur þegnunum til þess að þeir fái notið þess frelsis sem konungurinn færir þeim. Bimi er tíðrætt um þetta frelsi sem gjöf konungsins af óeigingirni. Hann á við frelsi hvers þegns til að lifa af landinu og skapa sér og afkomend- um sínum hamingjusamt líf sem gegnir þegnar og njótendur ávaxta erfiðis síns. Og mun frekar hallast hann að frelsinu sem fylgir því að forðast metorða- kapphlaup og valdagræðgi höfðingja: „Enginn mað- ur hefur meira frelsi. Enginn saklausari og óbrigðulli ánægju. Enginn minni háska og vanda en einn dug- legur, velmegandi bóndi."50 Friður í ríkinu er einkum tryggður með lögum og dómum, en einnig sterkum her. Konungurinn skal vera lagabætir (sbr. „réttarbótina" sem fólst í tilskip- ununum 1776) og æðsti dómstóll sá sem þegnarnir geta vísað málum sínum til. Þetta er forsenda friðar í landinu og því nátengt fyrstu meginskyldunni. Konungur skal vaka yfir kirkjunni og þjónum hennar og styrkja eftir mætti. Það er reyndar mjög áhugavert hversu stóran þátt Björn álítur konunginn vera í trúarlífi ríkisins. í þessu sambandi er óvitlaust að rifja upp einhverja stystu íslandssögu sem skráð hefur verið. I Arnbjörgu brýnir Björn fyrir lesendum mikilvægi þess að [hjyggin móðir fræði... börn sín [um] hið ein- faldasta um uppruna vorrar þjóðar og Guðs forsjón yfir hag vorum, svo sem til dæmis: vort land var lengi í eyði, vorir forfeður grimmir heiðingjar, sem iðkuðu mannablót og marga afskaplega lesti í trúarbragðaskyni. Þeir fengu nokkuð ljós kristindómsins þús- und árum eftir Krists fæðing svo þá aftókust mestu fordæður. Hálft hið sjötta hundrað ára leið enn þang- að til menn fengu hér hreint Guðs orð og skeði það fyrir umsorgun vorra konunga í Danmörk. Síðan hafa Danakóngar hvorki sparað umsvif né stórfé til að auka bæði and- lega og líkamlega farsæld vora.51 Af þessu má ráða nokkuð um skilning Björns á eðli konungs og hlutverki. Til þess að gegna meginskyld- um sínum þarf konungur mikið rekstarfé. Að mati Björns er það þó næsta léttvægt í samanburði við þau miklu gæði sem konungurinn færir þegnunum til móts.52 Þegninn hefur að sama skapi siðferðilegum skyldum að gegna, ekki einungis gagnvart guði og fulltrúa hans á jörðu heldur og einnig niðjum sínum lifðum og ólifðum. Hinar fyrri skyldur varða föður- landsást og tryggð. Björn leggur mikla áherslu á að ríki konungs sé hin einu sönnu mörk föðurlandsins en ekki fjöruborð landsins. Hver þegn fæðist föður- landinu, lifir því og deyr. Þá sem flýja af hólmi í óleyfi landsins föður, og bregðast þar með helgum 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.