Sagnir - 01.06.2000, Side 68

Sagnir - 01.06.2000, Side 68
Sigurjón Baldur Hafsteinsson SAFNSTJÓRI KviKMYNDASAFNS ÍSLANDS Sagnfræðin og Kvikmyndasafn Íslands Með stofnun Kvikmyndasafns íslands árið 1978 má segja að kvikmyndaarfurinn hafi öðlast opinbera við- urkenningu meðal íslendinga sem verðugt söfnunar- svið. Aður höfðu söfn eins og Þjóðminjasafn íslands og fleiri söfn tekið við slíku efni en haft litla aðstöðu til að sinna efninu svo vel væri. Oumdeilanlegt er að kvikmyndir miðla söguleg- um atburðum og hugmyndum manna um fortíðina og fela þar með í sér eftirsóknarverð gildi sem standa ber vörð um fyrir komandi kynslóðir. Dæmi um þessi gildi eru heimildargildi, rannsóknargildi og miðlun- argildi, svo eitthvað sé talið upp. Hér á eftir er ætlun- in að reifa þessa þætti sem snerta beint starf sagn- fræðinema og sagnfræðinga og tengjast starfsemi Kvikmyndasafns íslands. Einnig verður rætt um hvernig gestir safnsins geta mögulega notfært sér safnkost og þjónustu þess. I lokin verður svo minnst á framtíð þess með sagnfræðinema og sagnfræðinga í huga. Samsetning safnkosts Kvikmyndasafns Islands er þrennskonar eftir efnisflokkum; í fyrsta lagi kvik- myndir (á filmu eða rafrænu formi (myndbönd, DVD)), í öðru lagi prentefni sem tengist kvikmynd- um og kvikmyndagerð. í þriðja lagi gripir sem notað- ir eru við framleiðslu og neyslu á kvikmyndum. Mest ásókn gesta safnsins er í kvikmyndaefnið sjálft, enda Kvikmyndasafn íslands eina varðveislustofnunin í landinu með lifandi myndir frá fyrstu áratugum kvikmyndamenningar á Islandi. Önnur söfn, eins og söfn Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás Eins, sinna söfnun á eigin framleiðslu og ná myndasöfn þeirra því einungis aftur til stofnára þeirra. Vegna þess hversu einstakar margar af þeim kvikmyndum eru sem varðveittar eru í safninu verður að fara sérstök- um höndum um þær svo þær hrörni ekki og eyði- leggist af notkun og lélegum geymsluaðstæðum. Því miður eigum við dæmi um glataðar kvikmyndir og er kvikmyndin Ævintýri Jóns og Gvendar (1923) eft- ir Loft Guðmundsson gott dæmi um slíkt. Af þessari fyrstu stutt- og gamanmynd sem gerð var hér á landi hefur einungis tveggja mínútna bútur varðveist. Nokkuð vant- ar uppá að Kvikmyndasafn íslands eigi samfellda eign á þeim sviðum sem hún sinnir. T.a.m. vantar nokkuð uppá að frumefni þeirra um eða yfir 80 bíómynda sem framleiddar hafa verið frá árinu 1979 sé að finna í geymslum safnsins. Fyrir því eru nokkr- ar ástæður. Sú veigamesta er helst sú að hagkvæmara er fyrir framleiðendur að varðveita frumefnið í erlendum fyrir- tækjum sem útbúa kópíur af þeim. Ekkert slíkt fyrirtæki er hér á landi og þurfa framleiðendur því að treysta á slíka þjónustu erlendis frá. 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.