Sagnir - 01.06.2000, Page 82

Sagnir - 01.06.2000, Page 82
Jósef Gunnar Sicþórsson ER FÆDDUR ÁRIÐ 1964. HANN ÚTSKRIFAÐ- IST MEÐ BA PRÓF í BÓKMENNTAFRÆÐI MEÐ SAGNFRÆÐI SEM AUKAGREIN ÁRIÐ 1999. JÓSEF STUNDAR NÚ BA NÁM í SAGNFRÆÐI VIÐ Háskóla Íslands. Um „staðreyndir" og SKÁLDSKAP I MERKINGARHEIMI KRISTNITÖKUNNAR Valin brot af viðtökum kristnitökusögunnar Á 20. ÖLD. Viðhorf til kristnitökunnar á afmælisári Það mun vart ofsagt að leitun sé af þeim Islendingi sem ekki þekkir til sögunnar af meintri kristnitöku á Þingvöllum árið 1000 enda telst sú vitneskja sjálf- sagður hluti af þjóðararfinum. Og þó að spár um vægi tiltekinna atburða í íslandssögu framtíðarinnar séu hæpnar þá hlýtur að teljast líklegt að þegar árið 2000 verður tekið til skoðunar rnuni 1000 ára afmæli kristnitökunnar lenda þar í brennidepli fyrir margra hluta sakir. Raunar hófst Kristnitökuhátíð í byrjun árs 1999 og lauk ekki formlega fyrr en um páskana 2001. „Ásctlað er að yfir 150.000 manns hafi tekið þátt í þeim 230 atburðum sem fram fóru undir merki hátíðarinnar eða fyrir atbeina hennar".1 Það má svo segja að veisluhöldin hafi náð „sögulegu" hámarki þegar „þjóðhátíð" var haldin á Þingvöllum dagana 1 .-2. júlí árið 2000. Menn eru auðvitað engan veginn sammála um hvernig túlka beri slaka mætingu þjóð- arinnar á hinn forna þingstað þá einstöku blíðviðris- daga sem hátíðarhöldin stóðu yfir, en margir virðast álíta að landsmönnum hafi einfaldlega vaxið kostn- aðurinn í augum og sýnt þögul mótmæli með af- skiptaleysi sínu. í Kristnihátíðarnefnd sátu helstu ráðamenn þjóð- arinnar ásamt biskupi og það var Islenska Þjóðkirkj- an sem bar hitann og þungann af framkvæmd hátíð- arhaldanna,2 enda hefur kristnitakan ótvírætt tákn- rænt gildi fyrir kristna kirkju. Um það verður ekki deilt. En á hversu traustum grunni byggir „jarð- bundnari" merking kristnitökusögunnar? Sá grunn- ur hlýtur að skipta töluverðu máli því flest bendir til þess að landsmenn líti fremur á atburði á Alþingi árið 1000 sem þjóðarsögulega staðreynd en helgi- eða goðsögn. Um það vitna fjörug blaðaskrif og deilur tengdar sannfræði kristnitökunnar og sem dæmi um mikilvægi hennar í augum almennings má nefna skoðanakönnun er gerð var á afmælisárinu þar sem hún lenti í fjórða sæti yfir atburð árþúsundsins á Is- landi.3 Frá kristnitökuhátíðinni á Þingvöllum dagana 1.-2. júlí árið 2000. 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.