Sagnir - 01.06.2000, Side 89

Sagnir - 01.06.2000, Side 89
þegja ... Guð kristninnar er einvaldur og hann er karlmaður. Hann er sá samnefnari eða sú yfirskilvitlega táknmynd („transcendal signifier") sem allt gengur upp í. I mynd hans má sjá tilhneigingu karlveldisins til að koma allri menningu og trú- arbrögðum í einn farveg." Norræn trú hafði hinsvegar ekki fastmótað kerfi og var í eðli sínu umburðarlynd.55 „Kristnin leggur áherslu á hið andlega sem hefur sig upp yfir líkamann og hið stundlega. Konur eru birtingarmyndir líkamans og freist- inga hans ... Með líkama sínum geta konur náð valdi á körlum og grafið undan trú þeirra og samfélagi".56 Helga telur kynferð- ið mjög mikilvægt í orðræðu um kristnitökuna „þar sem konum og kvengervingu er beitt gegn karlmennsku kristninnar. Aðal- vopn heiðingja í baráttu við kristniboða er níð, en meginuppi- staðan í níði er kvengerving og ásökun um ergi, þ.e. samkyn- hneigð. Sanna kristniboðar karlmennsku sína og reka kvenleik- ann af höndum sér með því að drepa þá sem með níðið fara".57 Helga Kress bendir á ýmislegt í kristnitökufrásögninni sem hefur einkenni karnivals og grótesku58 en slík textaeigindi grafa mjög undan einradda merkingu textans. Með þessari nálgunar- leið sinni afbyggir hún hefðbundinn skilning á atburðum kristnitökunnar og kemur fram með nýtt sjónarhorn hvar text- arnir liggja til grundvallar sem táknfræðilegar gildisleifar um margradda menningu. Heimildargildi íslendingnbóknr Hestir fræðimenn eru sammála um að íslendingabók sé frum- heimildin um kristnitökusöguna, að síðari tíma heimildir byggi á henni, og þær viðbætur við söguna sem þar er að finna geti verið vafasamar. Það er því rétt að víkja næst að heimildargildi íslendingabókar. Höfundur: Um Ara fróða Þorgilsson er fátt annað vitað en það sem fram kemur í íslendingabók. Hann er talinn fæddur 1068, kominn af Snæfellingum og alinn upp hjá Gelli Þorkels- syni afa sínum til sjö vetra aldurs. Þá segist Ari hafa farið til Halls Þórarinssonar í Haukadal í Biskupstungum og dvalist þar í fjórtán vetur. Eftir að hann fór þaðan fer litlum sögum af ævi hans. Bæði í Kristni sögu og Heimskringlu kemur fram að hann hafi verið prestur, en nákvæmlega hvar er ekkert vitað með vissu. Leitt hefur verið að því getum að Teitur Isleifsson bisk- Varðveisla: íslendingabók er varðveitt í tveimur uppskriftum séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti sem eru báðar ritaðar eftir sama frumriti og er önnur þeirra dagsett 21. apríl 1651. Frumrit það sem Jón studdist við telja fræðimenn ekki handrit Ara sjálfs heldur afrit frá því um 1200. Talið er að Ari hafi gert tvö frumrit af bókinni og það sem varðveist hafi byggi á því yngra.60 Ritunartími: Eldri gerð bókarinnar er talin rituð á bilinu 1122-1133, en ekki er vitað hvenær yngri útgáfa hennar var gerð. Um tilurð hennar má skilja á orðum Ara sjálfs að biskuparnir Þorlákur og Ketill hafi ver- ið ritbeiðendur og þeir hafi, ásamt Sæmundi presti fróða, lesið hana yfir. Það er talið að íslendingabók hafi verið rituð því til stuðnings að kristinn réttur væri lögtekinn og hún jafnframt átt að ýta undir sam- lyndi meðal þjóðarinnar, meðal annars vegna meintra stórdeilna innan samfélagsins 1120-1121.61 Um kristnitökuna er fjallað ítarlegar í bókinni en um nokkurn annan atburð. Hafa þarf hugfast að sam- kvæmt þeim fátæklegu heimildum sem til eru um Ara er hann „alinn upp undir handarjaðri Haukdæla og að auki afkomandi Halls á Síðu og sýnist allt benda til þess að hann skrái söguna algerlega frá sjónarmiði þeirra. Ber þá um leið að hafa í huga, að Haukdælir höfðu upphaflega forystu fyrir kirkjunni og lengi síðan; studdu þeir vald sitt við hana öðrum ættum frekar . . . svo virðist sem Teiti ísleifssyni hafi tekist að innræta skjólstæðingi sínum Ara fróða að ættin hafi raunverulega gegnt slíku forystuhlut- verki."62 Ytri forsendur benda því til að Ari hljóti að hafa verið hlutdrægur skrásetjari. Hlutlægur frá- sagnarmáti hans hefur vissulega verið talinn honum til tekna en á það má benda að hann segir kannski meira um framsetningu atburða en staðreyndagildi þeirra. Engar leifar, aðrar en frásagnirnar, eru til um kristnitökusöguna. Þó að rannsóknir fornleifafræð- inga og jarðvísindamanna geti stutt við eitthvað í frá- sögn bókarinnar (til dæmis rannsóknir á land- námsöskulagi) þá ná þær ekki langt sem stuðnings- Gripir úrfrumkristni á íslandi. ups, fóstursonur Halls sem virðist hafa tekið við búi í Haukadal að honum látnum, hafi séð um menntun Ara. Svo mikið er víst að Ari kallar Teit fóstra sinn tvívegis í ritinu. Annálar telja Ara látinn 1148.59 Þar sem fyrirliggjandi vitneskja um hann er að mestu komin úr íslendingabók og eftirheimildum hennar er vafa- samt að nota hana til að byggja undir trúverðugleika bókarinn- ar sem slíkrar og þá um leið undir Ara sem traustan heimildar- mann. Og fullyrðingum höfundar um eigin sannleiksást þarf auðvitað að taka með fyrirvara. rök við atburði. Þær geta aðeins stutt við nauðsyn- legar forsendur þeirra, svo sem búsetu manna á ís- landi, en ekki fullnægjandi forsendur, það er hvað hér hafi nákvæmlega átt sér stað. Það er Ijóst að marga varnagla má reka við stað- reyndagildi íslendingabókar, ekki síst vegna þess að meintir atburðir eru skráðir löngu eftir að þeir áttu sér stað. Við slíka sagnaritun er hætta á að gleymska og gáleysi geti leikið lausum hala, „að ekki sé minnst 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.