Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 4

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 4
——----------------------------------------------------------------------- Áríðandi orðsending til áskrifenda tímaritsins Nýs Helgafells Allir áskrifendur tímaritsins Nýs Ilelgafells eru án skuldbindingar af nokkru og án nokkurra annarra útgjalda en árgjalds ritsins, 120,00 kr., meðlimir Bóka- klúbbs Iíelgafells og M.F.A. (Menningar- og fræðslusambands alþýðu), og eiga kost á að kaupa bækur klúbbanna á sérstöku verði, sem er nálægt hálfu bók- hlöðuverði. (Skrá yfir bækur klúbbanna s.l. ár er neðst á þessu blaði). Þeir eiga auk þess kost á að kaupa allar bækur Helgafellsútgáfunnar á forlagsverði. (Listi yfir nokkrar þeirra er prentaður innan á kápusíður þesa rits og er gefinn 20% afsláttur frá því verði, og bækurnar sendar gegn kröfu hvert á land sem er, Einnig iná vitja þeirra í Unuhús, Helgafelli, Veghúsastíg 7, sími 16837). Auk þess mun Helgafell annast ýmsa fyrirgreiðslu fyrir áskrifendur ritsins og gefa þeim kost á hagkvæmum bókakaupum og öðru, er síðar verður tilkynnt á þessari sömu síðu í ritinu. Tímaritið Helgafell hefir frá byrjun átt fjölmennan hóp fastra áskrifenda. Á s.l. ári var nokkrum hundruðum manna, er ritstjórnin lagði áherzlu á að fengju ritið í hendur, send eintök af því sem sýnishorn, og hefir áskrifendum nú fjölgað svo, að útgefandi hefir séð sér fært að stækka það á næsta ári um ca. einn fjórða, án þess að hækka áskriftarverðið. Helgafell kemur nú orðið í hendur langflestra áhrifamanna, menntamanna, og forystumanna í þessu landi. Tnnan skamms munu flestir landsmenn, sem fylgjast vilja með þróuninni í listum, vísindum og efnahagsmálum, hafa gerzt áskrifendur að Helgafelli. í byrjun hvers árs er árgjaldið fyrir árið á undan innheimt með póstkröfu. Utanáskrift: Helgafell, Box 156. Skrá yfir útgáfubœkur M.F.A. og Bókasafns Helgafells 1958: FJALLIÐ, eftir Jökul Jakobsson, bókhlöðuverð 95 kr. ib. — Til meðlima 55 kr. UPPREISN ENGLANNA, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, bókhlöðuverð 145 kr. innb. — Til meðlima 75 kr. SAGNAÞÆTTIR I-II eftir Brynjólf frá Minnanúpi, ib. 75 kr. — Til meðl. 45 kr. BORGIN HLÓ, kvæði eftir Matthías Johannessen, heft 60 kr. — Til meðl. 33 kr. NÓTTIN Á HERÐUM OKKAR, ljóð eftir Jón Óskar, bókhlöðuverð 60 kr. heft. — Til meðlima 33 kr. KAUPANGUR, skáldsaga eftir Stefán Júlíusson, bókhlöðuverð innb. 115 kr. — Til meðlima 65 kr.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.