Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 8

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 8
94 HELGAFELL Kjördæmaskipun, er byggist á skiptingu landsins í nokkur stór kjördæmi, er ekki gallalaus, en kostir hennar fara mjög eftir því, hvernig hún er framkvæmd í ein- stökum greinum. Skal nú drepið á nokkur atriði, sem máli skipta. Það er einkenni hlutfallslcosninga í stór- um kjördæmum, að hún ýtir undir fjölgun flokka og veitir litlum flokkum hagstæð vaxtarskilyrði. Eins og stjórnmálaástandið er hér á landi, verða menn að sætta sig við þetta, þar sem betri lausn er ekki fáanleg. Hversu alvarlegur ókostur þetta verður, fer þó mjög eftir ýmsu, einkum stærð kjör- dæma. Séu einstök kjördæmi mjög stór, t. d. með 15 þingmenn eða fleiri, er mikil hætta á, að ýtt verði undir smáflokka. Það væri heppilegast, að ekkert kjördæmi hefði fleiri en 8—9 þingmenn, svo að hvergi sé hægt að koma að manni með minna en 12—15% atkvæða. Af þessu leiðir m. a., að skipta ætti Reykjavík í tvö kjördæmi. Jafnframt er æskilegt, að kjördæmin hafi sem jafnasta þingmannatölu, svo að að- staða flokka sé sem líkust, hvar sem þeir eiga fylgi sitt. f tillögum Sjálfstæðismanna, eins og Tíminn birtir þær, er ekki gert ráð fyrir, að neinn landshluti fái færri þingmenn en nú, nema Austurland, en þar fækkar um hinn dýra þingmann Seyðfirðinga. Eætt er við þingmönnum, einkum í Reykjavík og á Suðvesturlandi, en þó hvergi nærri svo, að jafnrétti náist um fjölda kjósenda á þing- sæti. Ef til vill er af pólitískum ástæðum óumflýjanlegt að sætta sig við þetta órétt- læti, ef koma á kjördæmabreytingunni fram. En eigi þessi skipting þingmanna- fjöldans að vera til frambúðar, eru öll líkindi til þess að hún verði eftir því rang- látari sem lengra líður, þar sem ekkert bendir til þess, að fólksflutningar hér inn- anlands muni minnka næstu áratugi. Það virðist því nauðsynlegt, að skipting þingsæta á kjördæmi byggist á einhverri almennri reglu, sem fullnægi tveimur meg- inskilyrðum. f fyrsta lagi, að skipting þing- sæta sé eins réttlát miðað við mannfjölda í hverju kjördæmi og unnt er að fá nú- verandi Alþingi til að samþykkja, en í öðru lagi, að endurskipting þingsæta fari fram með vissu millibili, t. d. á tíu ára fresti eftir hvert aðalmanntal, svo að tryggt sé, að fólksflutningar hafi ekki í för með sér vaxandi misrétti í framtíðinni. Hugsanleg regla væri t. d. sú, að hvert kjördæmi fengi tvö eða þrjú þingsæti án tillits til mannfjölda, en öðrum kjördæma- kjörnum þingmönnum verði síðan skipt eftir mannfjölda. Með þessu móti myndu fámennari kjördæmin hafa tiltölulega fleiri þingmenn, en því misræmi væri þó ákveðin takmörk sett. Kjördæmaskipunin er svo mikilvægur þáttur stjórnskipunarinnar, að nauðsyn ber til, að sem mest eining ríki um réttlæti hennar hverju sinni. Slík eining er óhugs- andi til lengdar nema fastar reglur séu settar um reglubundna endurskoðun henn- ar á nokkurra ára fresti. Slíkar reglur gilda t. d. í Bandaríkjunum og eiga vafalaust drjúgan þátt í því, að stjórnskipun þeirra hefur haldizt lengur óbreytt og notið meiri almennrar hylli þjóðarinnar en dæmi eru til annars staðar. Eftir breiðfylkingu vinnustéttanna svo- nefndu undir forystu allra vinstri flokkanna, kann ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins að virðast veikur reyr. En oft veltir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.