Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 24

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 24
110 HELGAFELL nálspor. Hann hefir raargsannað, að furðu margt má gera með öfugum klónum. Fjárhagsmál Islendinga þurfa ekki að vera í neinu öngþveiti. Þjóðir, sem voru miklu verr farnar, hafa komizt á réttan kjöl, og er þar skemmst að minnast Þjóð- verja undir handleiðslu dr. Erhardts. Það, sem við þurfum fyrst og fremst, er að allur almenningur skilji, livert við stefn- um, — og til þess að það megi takast, er ágætt ráð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, en semja ekki bæði lýsingarnar á sjúkdómnum og læknisráðin á dulmáli, svo sem tíðkazt hefir. Síðan þarf kjark hjá forystumönnunum til þess að ganga framan að hlutunum. Þegar þetta tvennt er fengið, trúi ég því vart, að þjóðin láti stranda á hinu þriðja, — að vilja leggja ögn á sig í bili til þess að rétta sig úr kútnum. Keldum, 22. desember, 1958. Herra ritstjóri. „Endurreisn Skálholtsstaðar“ er enn á dag- skrá. Halldór prófessor Halldórsson skrifaði Helgafelli nýlega og minnti á, að kirkja mót- mælenda hér á landi mun ófús að flytja biskupsstól sinn eða prestaskóla að Skálholti og er sú afstaða auðskilin. Hvorug stofnunin mundi þrífast austur í sveit enda virðast kirkjumenn líta svo á, að það muni jafngilda útlegð að flytjast þangað. Nú kemur Halldór prófessor með uppá- stungu um að gefa kaþólska söfnuðinum á Islandi fyrirtækið, úr því að ekki ætlar að takast að ginna mótmælendur í gildruna. Ef Ilalldór væri ekki hrekklaus maður og góð- viljaður, mætti ætla að hér væri á ferðinni herbragð til að flæma kaþólska í útlegð og koma þeim þar með fyrir kattarnef. En efa- laust sjá þeir líka við hrekknum. Auðséð er af umræðum, að „endurreisn Skálholtsstaðar" er að reka uppá sker. Ilvers vegna segir ekki einhver það, sem allir hugsa: Það er ekki hægt að endurreisa Skálholt. Skálholt var þungamiðja í menningarlífi þjóðarinnar í nokkrar aldir. Sú þungamiðja er löngu flutt þaðan og flyzt ekki þangað aft- ur. Mannlausar milljónahallir nýreistar í Skál- holti vitna ekki um fátæklega en lífseiga menningu 16. og 17. aldar, heldur um stefnu- leysi og fum landstjórnenda, sem uppi eru um miðja 20. öld. Viðleitni miðaldaklerka er virðingarverð, þótt menning þeirra sé að vísu ærið fjarlæg okkar tíma. Ef menn vilja samt sem áður heiðra þá með einhverju, væri nær að styrkja í þeirra nafni þann vísi að vísindalegri menn- ingu, scm hér reynir að skjóta upp kollinum en kulnar jafnóðum vegna fátæktar og skiln- ingsleysis. Þessi misseri eru hcr á landi nokkrir efni- legir vísindamenn, sem nær ekkert geta að- hafzt vegna þess, að þá skortir nauðsynleg- ustu áhöld og aðstoð. Aðrir bíða í óvissu er- lendis og sjá ekki framá nein tækifæri í ætt- landi sínu. Ilugsið yður, hr. ritstjóri, ef milljónirnar, sem hafa farið og eiga eftir að fara í „endur- reisnina“ fyrir austan, hefðu farið til að bæta svolítið úr sárri og drepandi fátækt háskólans okkar. Virðmgarfyllst, yðar, Björn Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.