Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 29

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 29
SIGURD HOEL: Eiga menn aÖ byggja Noreg? Pyrir nokkrum dögum bar svo við, að ég sat í lestinni niður frá Litlhamri. Veður var bjart af sólu og landið fagurt yfir að líta. En ég vissi, að leiðin var löng, og áður en lýkur verður hver akurinn öðrum áþekkur — út um lestargluggann að sjá. Nema ég hafði • föggum mínum þykkan hlaða dagblaða. Sem kunnugt er liggur Ieiðin frá Litlhamri til Óslóar um það hérað Noregs sem flatast er og frjósamast. En fyrstu stundina er hlíðin ennþá æði brött. Þar eru jarðir stórar, en heldur harðbýlar. Skíðabrekkur nógar, al- skapaðar frá náttúrunni. En þeir, sem yrkja þetta land, hljóta að glíma við lögmál þung- ans ár og síð. A vordegi sem þessum, þegar jörð er ný- plægð og loftið tært, sjást gerr en ella skilin milli ræktarlands og úthaga. Víða teygjast akrarnir eins og langir fingur upp í urðina. I Noregi eru akurlöndin helzt aldrei ferskeytt að lögun; miklu oftar líkjast þau undinni fururót, sem teygir angana í allar áttir. Og á jöðrunum, hvarvetna umhverfis hið ræktaða land, eru feikna miklar grjóthrúgur. Milljónir steina, stórra og smárra, saman bornir af eljusömum höndum á liðnum öldum eða ára- þúsundum. Síðan víkkar dalurinn og gerist flatlendari, og umhverfis Hamar er hann flatur eins og pönnukaka, svo sem vera ber um frjósamt land. Og akrarnir gerast æ líkari hver öðrum. Hverfum þá að blöðunum. Það er til tíðinda, að mikil kreppa er í landbúnaðinum. Við sleppum því, að einlægt er mikil kreppa í landbúnaðinum — því núna er sannarlega bin mesta kreppa í honum, svo sem öllum — Sigurd Hoel er einn snjallasti greinarhöfundur, essayisti, á Norðurlöndum. Helgafell vill kynna lesendum sínum þennan þátt rita hans með hirlingu meðfylgjandi greinar, sem er gott dæmi um verk lians. er kunnugt um. Og eitthvað verður til bragðs að taka. Landbúnaður svarar ekki kostnaði í Noregi, ef litið er á hann frá sjónarmiði hagsýninnar. Hver vinnustund skilar minnu af sér hér en í auðríkjunum stóru, flötu. Einkanlega er ástandið bágt á þessum ntörgu smábýlum, þar sem torvelt er að koma vélum við. Norskar landbúnaðarvörur verða dýrar. Erlendar vörur verða ódýrari. I því skyni að vernda norskan landbúnað, hefur ríkið neyðzt til að veita honum háa styrki, og þessir styrkir eiga eftir að hækka. í blaði einu er skrifað: Augljóst er, að þetta efnahagsástand er óheilbrigt og getur eigi haldizt til lengdar. Málið hefur verið lagt fyrir Thagaard verð- lagsstjóra, og hann hefur lagt fram tillögur til bráðabirgða. Fjrrst sýnir hann fram á, að landbúnaðar- störf séu reyndar betur launuð nú en fyrir stríð, og er það styrkjunum að þakka. Á smábúum hefur arðurinn á hvert dagsverk hækkað úr 3.77 kr. árið 1939—1940 upp í 8.85 kr. árið 1940—1947. Á miðlungsbúum hefur hann hækkað úr 4.43 kr. í 11.07 kr., og á stórbúum auk heldur nokkru meira. En eitthvað verður til bragðs að taka. Ég tek orðrétt upp: „Verðlagsstjóri bendir á, að það bregðist

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.