Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 43

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 43
Frá upptökum að ósi Smásaga eftir ANTHONY C. WEST Elías Mar þýddi Yfir mýraflæmin úti við sjóndeildarhring breiddi sólin geislahjúp sinn, áþekkan hreistri gullins fisks á iði. Einskonar fylling allrar skepnu var í senn örlög dagsins og fyrirheit; og endurlífgandi fylling sumarsins lá nú yfir því landi, er mókti hér við yl. Um votlendið hlykkjaðist áin; tók litum þess gljúpa jarðvegs er hún rann um, lygn og hljóð; gleymdi senn glaðværum hlátri fjallalækjanna efra; lúykkjaðist áfram, lengra og lengra; fann hvítan sand og bjóst sólgulri áferð hans; unz hún að lokum hitti fyrir enda- lok sín og hvarf í dauðanum út í hið kvika haf. — Eitthvert sinn ætlaði Stephen sér að ganga meðfram ánni allri, þræða dyggilega sérhvern hlykk og hverja bugðu, unz einnig hann kæmist út að hafi; og fara síðan vestur yfir hafið, til fjarlægra landa; finna þar annað fljótsmynni og rekja strauminn til upptaka — varavotrar klettasprungu undir snjó- hengju . . . Stephen? Hvað er háskozka orðið yfir sumar? Fyrirvaralaus spurningin rauf dagdrauma lians líkt og heitt járn, en þrýsti einnig öðru inn í vitund hans: orðinu og konunni, stað og stundu. Miss Ross hafði lesið hugsanir hans, og hann roðnaði; það kom til af því, að honum fannst henni hafa boðið í grun sá drauma hans einkum, er auðveldast var að geta sér til um, hálfdreymdan meðal .annarra drauma sem ekki var eins auðvelt að skynja. I)ökk augu hans hvörfluðu að grábláum augum kennslukonunnar, eins og liann vildi geta goldið henni í sömu mynt. Hún hvarfl- aði undan, afsakaði sig, lagði spurninguna fyrir annan nemanda, en gat þó ckki haft hugann við efnið á þann hátt sem kennara bar; því hún vissi augu hans hvíla á sér enn. Stephen sá hvar hún sat á háa stólnum frammi fyrir bekknum, eins og hann hafði svo oft séð hana áður, breytilega í klæða- burði. 1 dag varð hann þess venju fremur var, hve léttklædd hún gekk í hitanum; það grisjaði í nærklæði hcnnar gegnum þunna blússuna. Ljóshærð, hraust og hrcinleg var hún; fullþroska kona; barmur hennar að vísu óverulegur og brjóstin lítil, sem aðeins sást móta fyrir; svo fast voru þau reyrð að rifjum, að líkast var sem sterk velsæmistilfinning hennar kysi að leyna þeim með öllu, svo sem algengt er um nunnur. En handleggir hennar voru óviðjafnanlega hvítir. — Stephen kom til hugar framstefni skips á lygnu hafi; það ber dýran farm; og það hlýtur áreiðan- lega að beina för sinni að ströndinni er stöð- ugt bíður, í senn eftir gjöfum og heimtum sjávarfallanna . . . Já, Stephen? Hann hristi af sér þrálátt draumamókið og hleypti brúnum; ekki hafði hann augun af Miss Ross, þótt hann gæti engu svarað. Undan því augnaráði roðnaði hún á ný, — líkt og hlý útgeislan nafnlausrar þrár piltsins eftir því ókunna næði nú að snerta hana í fyrsta sinn. Hún hreyfði til handleggina, vandræðaleg. Hann sá hve hún roðnaði; og hann roðnaði sjálfur um leið, út undir eyru. Það var gagnkvæm sektartilfinning, eins og verið getur milli þeirra sem brjóta lög og hinna sem gæta þeirra.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.