Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 46

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 46
132 HELGAFELL meining Miss Ross hefði enga stoð gert — aðra en þá að veita sjálfri syndinni þak yfir höfuð. Kennslukonan andvarpaði, í senn þreytu- lega og reiðilega, urn leið og hún gekk út. Hún gleymdi að kasta kveðju á Mrs. Turley; en konan horfði á eftir henni, og ekki laust við að hún undraðist. Hugur Miss Ross var nú aftur bundinn við Anne Stafford: Vel úti- látin flenging myndi víst geta hamið bráð- þroska þeirrar stúlku, hugsaði hún. Og hún átti auðvelt með að hugsa sér að flengja hana með eigin liendi; flengja liana þar til sá líkamshluti stúlkunnar stæði rósrauðum kinnum hennar sízt að baki livað litarhátt snerti ... Frá tröppum skólahússins sá Miss Ross hvar Stephen Muir kastaði steinvölum app í tré til að ná niður húfu skólafíflsins. Stúlk- urnar höfðu í kveðjuskyni kastað lnifu Vit- lausa-Murrays þangað upp. Miss Ross ygldi sig. Hún gat sízt skilið, hvernig svona þóttafullur piltur gat verið jafn vingjarnlcgur við aumingja sem stöðugt lagði af fýlu rotnandi dýra. Hrollur fór um hana er hún minntist þess, þegar hún tók af honum svartþröstinn forðum. Ef Stephen hefði ekki verið nærstaddur, hefði veslingur- inn verið vís til að ráðast á hana j>egar hún henti fuglinum út um gluggann; hann hafði jafnvel leyft sér að segja, að nú vildi Stephen ekki lengur kvænast henni, úr því hún tæki frá honum fuglinn hans. Þá liafði Stephen farið út og sótt fuglinn handa Murray. Kannske er liann dauður, Miss Ross, hafði pilturinn sagt, cn í augum Murrays er gula nejið lians og gljáandi jjaðrirnar jallegar. Nú varð kennslukonan þess vör, að loft hafði tæmzt úr afturbarðanum á reiðhjólinu hennar. Hún hefði sjálf getað dælt. í hann aftur, en kallaði samt á piltinn. Ilann leit við, kastaði síðustu steinvölunni upp í tréð, tókst að fella niður húfuna, setti hana á Murray og hlýddi óðar kallinu. Hún stóð hjá, meðan hann dældi í barðann. ílvcrnig kanntu við írslcuna? spurði hún ofur blátt áfram í leit að umræðuefni. Allt í lagi með hana, Miss Ross, svaraði hann, smellti síðan dælunni á hjólgrindina og bætti við um lcið og hann rétti úr sér: Það er víst lítilsliáttar sprungið hjá yður. Þetta dugar á heimleiðinni, sagði hún — og gat ekki að því gert að roðna eilítið. Pilt- ur var hærri en hún, fallegur á drengjalega vísu, með skugga dúns á efrivör. Þrátt fyrir æsku lians og framhleypni á stundum, virtist henni hann einmana, líkt og hann ætti engan vin. Þér gengur ekki sem bezt með írskuna, heyrði hún sjálfa sig segja. Hann kinkaði kolli nokkrum sinnum, ærið vandræðalegur. Þú skilur, að þú verður að taka þig á? Enn kinkaði hann kolli. Það er nauðsynlegt þú takir prój í henni. Ej þér mistekst, þá — þá bitnar það einnig á mér, því þú ert í rauninni kominn hingað til að la’ra hana. Hann einblíndi niður fyrir sig, og hún óskaði þess að geta hætt að tala sem kennari. En heimur drengsins var ókunnur henni, jafnframt því sem líf hennar var frávikslaus ganga um þröngan veg guðsótta og góðra verka. Stephen, sagði hún vingjarnlega og lagði hönd sína á öxl hans; hún vildi gjarnan geta sagt honum að fara ekki til fundar við Anne Stafford — en hún gat það ekki. Hann leit hálfvegis upp, er hann heyrði nafn sitt nefnt. En í sömu andrá þrýstu fingur kennslukonunnar fastar um öxl hans, líkast því sem henni væri fróun um stund í óverulegri snertingu við mennskan mann . . . Það er ekki satt, mælti hún lágt við sjálfa sig, lét hönd sína falla og virtist nánast hafa gleymt piltinum. Ilún lokaði augunum; og Stephen hélt hún væri tekin að biðja til guðs, eins og hún var stundum vön að gera; kannske var hún að biðja fyrir háskozkukunnáttu piltsins. Hann kenndi í brjósti urn hana. Og hann hét því með sjálfum sér að reyna að standa sig betur. Samvizka hans vaknaði við það, að leti lians

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.