Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 54

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 54
140 HELGAFELL i'ir fjárpest. So er sá, sem ekki tekur undir með þeim, ramma,sti apturhaldsmaður og þaðan af verra, þar sem þeir sjálfir eru römmustu apturfaramenn. Jeg álít það skyldu mína að vera rammasti Pessimisti, Jón! Capitulum um Góðtemplarafélagið. Eins og þú veizt, þá eru hér allmargir í þessu félagi, og eru heilagir að utan, en allir skitnir að innan, einlægt verið að þefa, gruna, klaga, áminna og reka út. Alltaf gánga skammirnar og meiðyrðin í heimilisblaðinu (BJ) um hvern þann sem ekki er í þessu heiðarlega félagi, og svo eru þeir fokreiðir yfir að embættis- menn ekki skuli vera í því. Nú ef t. a. m. sýslumaður er í félaginu, þá geta þeir eptir félagslögunum stefnt honum á fund og yfir- heyrt hann, ef hann er grunaður, og þá á sýslumaðurinn að standa eins og dæmdur syndari frammi fyrir þessum „skríl“! Skyldi þá sýslumaður hafa mikla Respect? Nú þó að hann smakkaði vín, þá mundu þeir kann- ske ekki þora að klaga hann, svo hann gæti brotið eins og hann vildi. Guðlaugur sýslu- maður er í þessu félagi, en jeg met það eins- kis; hitt er verra, að bæði hann og fleiri þess konar „stórverðugir“ æsa upp alþýðuna með því að níða alla þá sem ekki vilja fylgja þeim. Framhald um Gútemplara-Félag. Þetta er það versta félag sem hér hefur komið og hef- ur gcrt miklu mcira illt en gott, þó einstöku ómenntaðir drykkjuhrútar hafi getað bjarg- ast. á Jjví. En liér er það líka haft til að koma J)ví fram sem þeirra stórforkar vilja, J)ví þegar á að gefa atkvæði um eitthvað, })á er Jæssum skríl smalað saman út um alla bæi og þeim sagt fyrir hvað þeir eigi að gera, svo að þetta er í rauninni Piibelregiment eða skrílstjórn, ])ó BJ (sem er fanatískur Gútemplaragosi) blaðri í ísafold um að „höfuð- staðurinn hafi sýnt að hann vilji ekki hafa veitingaleyfi“, en það er lýgi að „höfuðstaður- inn hafi sýnt að liann vildi ekki hafa vín- veitingaleyfi.“ (handa Breiðfjörð) — jeg kæri mig ekkert um að Br. fengi veitingaleyfi, en það er lygi að „höfuðstaðurinn“ lnifi ráðið hér, það var bæjarskríll. Breiðfjörð tók lítið eitt ofan í þá, sem einu gilti, og })að hefði inátt vera meira, en hvað Þórhall snertir, þá verður ekkert mál út af því sem Br. sagði. Nú hefur annars hlé verið um nokkra stund með skammirnar um okkur í ísafold, en „heimilisblaðið“ sé jeg ekki. Ennfremur greinarkorn um samgaungurn- ar. Þjóðólfur hafði einhverstaðar slampast á „Kringsjá“, þetta norska blað sem er rediger- að af hálf-amerískum Húmbúgista. Alltso kemur Þjóðólfur nú með þá framfara Ideu, að við þurfum og munum sjálfsagt fá flugvél, maður væri á henni rúman klukkutíma til Akureyrar. Þarna flýgur Þjóðólfur nú í lopt- inu (hann getur raunar ekkert um hvað flug- vél muni kosta) á flugvélinni, en undir niðri urgar og hvín járnbrautin — brýrnar á Olvesá og Þjórsá eru þá ónýtar, því allir nota járn- brautina — bara Þjóðólfur ekki reki sig á Arnarfellsjökul eða einhvern Collega sem líka væri á flugvél, verst væri ef það yrði Björn ritstjóri, og þá skyldi hausunum slá saman, og þá mundi kvikna í öllu og allt hárið sviðna af höfðum þeirra með brennisteins- fýlu og eldi og brennisteini rigna yfir ísland eins og Sódóma og Gomorra. Nú nú, nú er skrifað frá Winnipeg að Sig- tryggur sé hættur við járnbrautarplanið, púnkturinn er, að Englendingar liafa séð hvað vitlaust það var, því þeir sjá betur hvaða ástand er hér heldur en þessir Baví- anar sem prédika fyrir fólkinu hér. Hvað mörgum þúsund krónum er nú búið að eyða til einskis til að ræða um þetta á þinginu? Svo eru nú þessar auglýsingar um verðbréfin, sem kosta í ísafold 2000 krónur og svo þar til 5000 krónur í Berlíngi — þessum 7000 krónum er fleygt út til einskis eptir boði þíngsins. Svo er stjórnarskráin höfð fyrir með- al til að fá aukaþíngin, því allir vilja komast á hvalfjöruna, alþíng er orðið að feitum at- vinnuvegi — 700 krónur í ferðakostnað aust- an úr Múlas. og svo segir ísafold að nú sjáist hvað dýrt sé að ferðast á íslandi! Eins og

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.