Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 77

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 77
ÚR EINU í ANNAÐ 163 hugsun manna og athöfnum, og fullreynt má nú telja, að ytri kjör fólks í þessum löndum sé miklu lakari en „fyrir vestan“ af þessum ástæð- um. Valdhafar þessara landa virðast líka smám saman vera að átta sig á þessu og ekki örgrannt um að sjá megi hylla undir nokkrar smávegi- legar tilslakanir í átt til vestrænna hátta. Hjá okkur er hins vegar stefnt í austur í þessum efnum. Nýjar hömlur eru sí og æ lagðar á at- hafnir manna, og beint og óbeint stefnt að því, að ekkert megi gera án leyfis. Stórborgarlíf krefst á margan hátt strangs aga. Óþægilegar og truflandi reglur verður oft að setja til þess að forða enn verri árekstrum. í lengstu lög vilja þó flestir að komizt sé hjá beinum fyrirskipunum, eftir því sem unnt er. Nýlega voru til dæmis til umræðu á Alþingi tillögur um bann við því að unglingar innan viss aldurstakmarks fengju að aka traktorum í heimalöndum. Eftirtektarvert var, að fólkið sjálft, sem átti börnin, sem löggjafinn vildi slá vemdarhend sinni á, beitti sér gegn lagafyrir- mælunum, en forsvarsmenn skipulagningarinn- ar stóðu fast á því, að þetta yrði að banna. „Forðið mér frá vinum mínum“ varð gáfuð- um manni eitt sinn að orði. Ofríki stjómmála — og skipulagningarmanna er á ýmsum svið- um að verða óþolandi. Jafnvel sumar góðgerðar- og mannúðarstofnanir em famar að seilast til valda á kostnað heilbrigðrar skynsemi og frjáls mannlífs. r. Misheppnuð kirkjuprýði. Fossvogskirkja er látlaus bygging til að sjá og utanhúss er þar allt með myndarbrag. Marg- ur mundi þó hafa kosið að þessi síðasti áningar- staður þúsunda borgarbúa, væri klæddur að inn- an með einföldum, traustum borðviði, en ekki þessum hvimleiðu gljáplötum, sem eru lifandi ímynd forgengileikans, og eitt hið óvandaðasta hyggingarefni, sem hugsazt getur. Oft vill líka verða harður og dauður hljómur í húsum, sem klædd eru þessum platviði, sem er á að líta eins og pappír og í reyndinni lítið merkilegri. Það sem gefur sumum kirkjum svip, þegar inn er komið, er falleg altaristafla, og nægir hún stundum ein, eins og á Bessastöðum t. d., til að breyta þeim í guðshús. Á Bessastöðum hefir nú verið komið fyrir altaristöflu „Muggs“, því himinfagra listaverki, og er vafalaust óhætt að treysta því að vel fari þar um það í framtíðinni. Fossvogskirkja á sér hinsvegar engan kjörgrip. Altaristaflan þar er beinlínis hlægileg. Það er eins og maður sé staddur í kvikmyndahúsi, þar sem hefir orðið straumrof, kvikmyndin stendur Dagur Sigurðarson: HLUTABRÉF í SÓLARLAGINU Ný ljóðabók, viðburður í íslenzkri ljóðagerð L________________________________— FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM Steinar Sigurjónsson: ÁSTARSAGA Ný skáldsaga, nýmæli í íslenzkri skáldsagnagerð eða hvað?

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.