Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 5
FORMÁLI
Svo má kalla að islenzk grasafrœði sé barn þessarar aldar. Útgdfa
Flóru íslands á fyrst.a ári hennar markar þar svo skýr tímamót. Ekki
er þó svo að skilja, að ekkert hefði verið skrifað um þau frœði fyrr, en
þar höfðu erlendir menn lengstum haft forystuna, og fátt rita þeirra
verið skráð á íslenzku, og þau því ekki kunnug nema sárafáum lands-
mönnum. Fyrstu islenzku grasafrœðingarnir, Stefán Stefánsson og Helgi
Jónsson hófu störf sin á síðustu tveimur tugum 19. aldarinnar, og 1901
gaf Stefán þjóðinni Flóru íslands og varð rneð þvi höfundur og braut-
ryðjandi islenzkrar grasafrœði.
Margt hefur breytzt í þjóðlifi voru á þessum tíma. Allálitlegur hóþ-
ur manna vinnur nu að grasafrœðilegum rannsóknum, og skilningur
er að skaþast á þvi, að grasafrœðin er ekki aðeins óraunhœft föndur eða
dœgrastytting sérvitringa, sem engu skiþtir fyrir hag og afkomu þjóðar-
innar. Gróðurfrœðilegar rannsóknir eru teknar i þjónustu landbunað-
arins, og sifellt kemur betur og betur i Ijós, að leita verður svars hjá
grasafræðinni um fjöldamörg vandamál rœktunar og landbúnaðar. Allt
um það skortir enn mjög á um almennan áhuga i þessari frœðigrein.
Meðal annars er það vegna þess, að skort hefur málgagn, þar sem grasa-
fræðingar gætu gert grein fyrir rannsóknum sinum og gert þær heyrin-
kunnar jafnóðum og þær væru unnar, og skajmð með því tengsl milli
starfa sinna og almennings. Einnig hefur þá vantað vettvang, sem vœri
alþjóðlegur að einliverju leyti, þvi að margt það, sem hér er unnið á
einnig erindi til erlendra fræðimanna.
Af þessum sökum höfum við, þrir grasafræðingar, ráðizt i útkomu
þessa rits. Þótti okkur vel til fallið að hefja það á sama ári og minnst
er aldarafmælis Stefáns Stefánssonar, og er þetta fyrsta árshefti þvi
helgað minningu hans. Þvi er það með nokkrum öðrum svip en rit-
inu er ætlað að verða i framtiðinni. Æviágriþ Stefans varð lengra en
ætlað var i fyrstu, og þótt ritið sé nokkru stærra en fyrirhugað var, er
hið grasafræðilega efni þó minna. Á næstu árum verður ritið eingöngu
helgað grasafræði, og stærð þess aætluð 6—8 aikir. Við höfum valið rit-
iii