Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 13
7
hornreka meðal námsgreinanna frá öndverðu. Má marka það
meðal annars á því, að ekki hafði náttúrufræðilærður maður
haft á hendi kennslu í þeim fræðum fyrr en Benedikt Grön-
dal kom að skólanum 1874. Er þess þó að minnast í því sam-
bandi, að hann liafði þá árum saman nær eingöngu fengizt
við norræn fræði og bókmenntir. Hann var þó kennari Stef-
áns í náttúrufræði í skóla, nema í grasafræði, en hana kenndi
Halldór Guðmundsson, sem numið hafði stærðfræði á sínum
háskólaárum. Það er því næsta ólíklegt, að Stefán hafi hlotið
mikla örvun frá kennurum sínum í þessum efnum. Hins veg-
ar bar hann ætíð mikla virðingu fyrir Gröndal, og fer mjög
hlýjum orðum um þenna gamla kennara sinn í þingræðu
löngu síðar. Minnast má og þess, að Gröndal kenndi teikn-
ingu í skóla, en Stefán var maður mjög dráttliagur og unni
þeirri námsgrein, og mun einna fyrstur íslenzkra skólamanna
hafa barizt fyrir, að teikning yrði kennd í skólum og bent á
uppeldisgildi hennar. Stefán skrifaði einnig allra manna feg-
ursta rithönd og skrautritaði, svo að fáir liafa betur gert. Stef-
án hefur því vissulega liaft áhugann á fræðum þessum úr föð-
urgarði, enda má telja nokkurn veginn víst, að áhugi almenn-
ings á náttúrufræði og ekki sízt grasafræði hefur um þær mund-
ir verið rneiri en meðal hinna lærðu manna, sem ekkert sáu
annað en latínu.
En þess skal þó getið, að tveimur árum áður en Stefán hóf
háskólanám, hafði Ólafur Davíðsson tekið að nema náttúru-
fræði í Höfn. Ekki gat von um embættisframa freistað þeirra,
því að bæði þau embætti í landinu, sem skipuð voru náttúru-
fræðingum, voru þá setin af mönnum í fullu fjöri. Gröndal
var þá enn aðeins á sextugsaldri, þótt stutt væri nú eftir
kennslu lians, og Þorvaldur Thoroddsen nýkominn frá námi
að Möðruvöllum.
Þegar Stefán kom til Hafnar var nrikið fjör, en einnig mikl-
ar viðsjár í hópi íslendinga þar. Skiptust Jreir í tvo andstæða
llokka. Var Tryggvi Gunnarsson fyrir öðrum þeirra, en mest
gætti í þeim flokki Hannesar Hafstein og Jreirra Verðandi-
manna. En í hinunr flokknum voru þeir forystumenn Finnur
Jónsson og Skúli Tlroroddsen. íslendingafélagið hafði klofn-