Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 44
38
þegar hann kom inn í kennslustofuna, með þurrkuðu plönt-
urnar undir hendinni og kortastafinn, að hann væri tekinn
að eldast. En jafnskjótt og kennslan hófst, var allt breytt. Þar
stóð hann sem ungur væri, glæstur og fjörugur, lét gamanyrði
fjúka, ef við átti, deildi út viðurkenningu fyrir góð svör og
áminningum fyrir það, sem miður gekk. Háðið beitta, sem svo
margir töluðu um á yngri árum hans, var mjög úr sögunni.
En um leið og hann fór gegnum efnið var sem það lægi allt
Ijóst fyrir, og hann hafði einstakt lag á að vekja okkur til
hugsunar og skilnings. Og svo mátti heita, að allt efni bókar-
innar, ekki einungis lexía dagsins, væri tekið til meðferðar.
Ég hefi engan kennara vitað, sem komið gæti jafnmörgu að og
gert öllu svo ljós og glögg skil í einni kennslustund. Þar kom
að haldi sú regla, sem rnælt er að hann eitt sinn hafi gefið, er
rætt var um kennslu: „eftir vörðum skal leið vísa en ekki
benda á hvern smástein", en er það ekki einmitt svo, að um
leið og vörðurnar eru skýrt markaðar í hugann, þá gefst smám
saman færi á að skoða smásteinana líka. Og sú var kennslu-
list Stefáns. Við áttum að hafa lesið rnikið af fyrri hluta grasa-
fræðinnar veturinn áður, og hefur honum vafalaust ekki þótt
vanþörf á að prófa kunnáttu okkar, en það gerði hann á þann
hátt, að eiginlega fannst okkur hann alltaf vera að fást við
lexíu dagsins. Spurningarnar féllu í svo náttúrlegum farvegi.
En þótt frammistaðan væri vitanlega misjöfn fannst okkur því
líkast, sem þegar tjald fellur eftir skennntilegan leik, þegar
Stefán lét kennslustundinni lokið. Var það oft eins og í fyrri
daga, fyrst þegar frímínúturnar voru á enda. Mér er þó ljóst,
að varla hefur kennsla Stefáns þessar síðustu vikur, sem hann
var á ferli, verið nerna svipur hjá sjón, hjá því sem var meðan
hann var ungur, fullur af æskufjöri, áhuga og gamansemi hins
unga manns. Þótt heilsa hans virtist þá sæmilega góð mun
hann hafa borið þann ugg í brjósti, að hvenær sem væri gæti
skipt um. í því sambandi minnist ég kveðjuorðanna í síðustu
kennslustundinni, sem hann hafði með okkur, en þau voru á
þessa leið: „Þið kunnið nú þetta, þegar við hittumst næst, ef
ég á þá eftir að korna aftur til ykkar.“ Hann kom ekki aftur
til okkar. Áður en vikan væri liðin og næsti grasafræðitími