Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 50
44
ið, er framför ykkar í þekkingu og lærdómi vís. Get ég full-
vissað ykkur um að ykkur muni sækjast svo námið, að þið út-
skrilist héðan með góðum vitnisburði í hinum einstöku náms-
greinum. Þetta út af fyrir sig er gott og áríðandi, en engu síð-
ur er áríðandi, að tilfinningalíf ykkar og viljalíf taki veruleg-
um bótum, beinist í rétta átt, hjarta ykkar hreinsist og göfg-
ist, og vilji ykkar til hins góða verði l'astur og einbeittur, að
þið öðlist gullhjarta og stálvilja."* ** *** Ræðu þessari lýkur hann
með ósk um það „að skóla vorum verði aldrei réttilega borið
á brýn, að hann láti sér aðeins umhugað um að efla þekkingu
og vitsmuni nemenda sinna en skeyti engu hvernig um hjart-
að fer .... Og varla getur sá maður fullkominn talizt, þó að
vitsmunamaður sé, og þekking hans á háu stigi, ef hjartanu
eða tilfinningalífi hans er veridega áfátt. Skylda hvers skóla
er að leggja af fremsta megni rækt við hvort tveggja jöfnum
höndum og þá eigi síður við hjartað.“#* Þarna, er komið var
að leiðarlokum, setur hann fram í fáum orðum hið sama og
hann hafði innrætt nemendum sínum frá fyrstu tíð. A fyrsta
skólastjórnarári sínu komst hann líkt að orði í stuttri kveðju-
ræðu, er hann livarf að heiman til þings. En honum var einn-
ig frá öndverðu ljóst að til þess að skólinn nái tilgangi sín-
um verða kennarar hans að láta sér skiljast þessa staðreynd.
„Aðalskilyrðið fyrir því, að skólinn nái sem mestri fullkomn-
un og vinsældir hans fari fremur vaxandi en þverrandi er það
öllu framar, að skólastjóri og kennarar séu starli sínu vaxnir
og ræki það með alúð og samvizkusemi. Þeim verður að vera
það ljóst, að tilgangur skólans er ekki eingöngu sá að fræða
nemendurna, heldur að bæta og göfga allan hugsunarhátt
þeirra.“##* Þótt liann vitanlega geri miklar kröfur til nemenda
sinna, gerir hann þær ekki síður til skólastjórnar og kennara.
Hvað eftir annað varpar hann fram þeirri spurningu í skóla-
ræðum sínum, hvort hann og kennarar skólans geri það, sem
þeir geta og þeim ber. Meðal annars í skólaslitaræðu 1913,
* Skýrsla G. A. 1920-21, bls. 11.
** Skýrsla G. A. 1920-21, bls. 12.
*** Skýrsla G. A. 1909-10, bls. 5.