Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 55
49
unn tengdamóðir hans, hafa rennt nokkrum stoðum undir
stofnun Möðruvallabúsins.
Möðruvellir eru að vísu góð jörð og eitt af fremstu stórbýl-
um landsins að fornu fari, en jörðin var að ýmsu leyti niður
nídd, er Stefán tók við henni. Um langt skeið áður en skólinn
var reistur hafði jörðin verið hlutuð niður milli smábænda,
sem flestir bjuggu þar skamma hríð. Þeir Jón bryti og Hjalta-
lín, er síðar bjuggu þar, voru engir framkvæmdamenn um
jarðabætur. Margt þurfti því að gera, þegar itinn nýi bóndi
tók við hinu forna höfuðbóli. Stefán lýsir jörðinni nokkuð í
þingræðu 1903, er til tals hafði komið að hann fengi jörðina
keypta, en þingnefnd, er um málið fjallaði, hélt henni í hærra
verði en hann taldi sanngjarnt. Hann segir svo: „Jörðin er
stór að nafninu til en lítil í reynd. Að vísu er engið stórt, en
það liggur undir skemmdum af Hörgá. Tún er í mikilli órækt,
þó að það hafi batnað nokkuð síðari árin. Mikinn vinnukraft
þarf til að nytja jörðina. Síðastliðið sumar gengu þar 20
manns að heyskap, en eftirtekjan 1400 hestar af öllu lieyi. Bær-
inn var gjörfallinn, þegar ég kom þar, svo ekki var um annað
að gera en byggja liann upp, og þá miklu stærri en jörðin
þarfnaðist sakir kosthalds skólapilta.“* ** Þótt liaft sé í hyggju
að hér talar væntanlegur kaupandi jarðarinnar, sem að vísu
dregur hvergi úr þeim göllum, sem fyrir hendi eru, þá vita
þeir gerst sem til þekkja, að lýsing þessi er í megindráttum
rétt eins og sakir stóðu, þegar Stefán tók við Möðruvöllum.
Hannes Hafstein tekur að miklu í sama strenginn um söluna,
en liann segir: „Ég tel minnstu varða, hvort þeir (Möðruvell-
ir) eru seldir 1000 kr. meira eða minna að öðru leyti en því,
að ég tel ekki rétt að sprengja þá upp, svo að frágangssök sé
fyrir ábúanda að kaupa þá. Hann hefur setið jörðina með
sæmd og prýði, og þegar bætt hana stórum, og hann er manna
líklegastur til að gera það enn meir, ef hann verður eigandi
hennar.“##
Ekki hefi ég í höndum fullar heimildir um þær umbætur,
* Alþingistíðindi 1903 B 143-45.
** Alþingistíðindi 1903 B 169,
4