Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 74

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 74
68 fengi lnin síðan menn til að semja þær, og hefði hún jafnframt strangt eftirlit, bæði með efni og máli bókanna, því að „ís- lenzk kennslubók á vondu máli er verri en dönsk bók“.* ** Menntun alþýðu var ætíð eitt af helztu áhugamálum hans og kemur hann oft að því í þingræðum, þannig segir ltann „ég tel alþýðumenntunina aðalundirstöðu allra þjóðþrifa, og sé það rétt, þá er það víst, að vér getum aldrei lagt of mikið fé til hennar, því fyrr en vér fáurn trausta alþýðumenntun getum vér aldrei staðið á réttum fótum. Ég hefi orðað það svo, að vér hefðum ekki efni á að láta neitt ógert til eflingar al- þýðumenntuninni.“## En þótt hann legði svo mjög kapp á alþýðufræðsluna, var honum eigi síður ljós nauðsyn æðri menntunar í landinu. Hann studdi mjög frumvarpið um Háskóla íslands. Varð hann einkum þungorður í því máli á þinginu 1911, þegar nokkrir þingmenn vildu synja um aukafjárveitingu, til þess að háskól- inn yrði stofnaður, og fresta með því framgangi málsins. Seg- ir hann að með þessari synjun sé verið að óvirða þingið bæði innanlands og erlendis, þar sem búið sé að tilkynna, að Há- skólann eigi að stofna hinn 17. júní 1911. Fjárveitingin var samþykkt, og háskólinn stofnaður eins og til stóð. Mér er fyrir barnsminni með hve miklum fögnuði og hrifningu Stefán flutti minni Háskóla fslands á aldarafmælishátíð Jóns Sigurðs- sonar á Oddeyri 1911. Enn má nefna eitt mál, þótt eigi yrði það framkvæmt fyrr en síðar. Á fyrsta þinginu, er Stefán sat, flutti hann og fékk samþykkta þingsályktunartillögu um að skora á stjórnina að ieggja fyrir næsta þing uppdrátt af steinbyggingu fyrir söfn landsins, landsbókasafn, landsskjalasafn, forngripasafn, nátt- úrugripasafn og málverkasafn. í húsi þessu skyldu vera fyrir- lestrarsalir, einn stór og tveir litlir, vinnustofur fyrir safn- verði og aðra starfsmenn, þar ætti og að ætla rúm landbúnað- ar-, iðnaðar- og fiskveiðasafni, og húsnæðið miðað við vöxt safnanna. í framsöguræðu rekur liann menningargildi safna i * Alþingistíðindi 1902 B I, 1014. ** Alþingistíðindi 1903 B, 890.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.