Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 74
68
fengi lnin síðan menn til að semja þær, og hefði hún jafnframt
strangt eftirlit, bæði með efni og máli bókanna, því að „ís-
lenzk kennslubók á vondu máli er verri en dönsk bók“.* **
Menntun alþýðu var ætíð eitt af helztu áhugamálum hans
og kemur hann oft að því í þingræðum, þannig segir ltann
„ég tel alþýðumenntunina aðalundirstöðu allra þjóðþrifa, og
sé það rétt, þá er það víst, að vér getum aldrei lagt of mikið
fé til hennar, því fyrr en vér fáurn trausta alþýðumenntun
getum vér aldrei staðið á réttum fótum. Ég hefi orðað það svo,
að vér hefðum ekki efni á að láta neitt ógert til eflingar al-
þýðumenntuninni.“##
En þótt hann legði svo mjög kapp á alþýðufræðsluna, var
honum eigi síður ljós nauðsyn æðri menntunar í landinu.
Hann studdi mjög frumvarpið um Háskóla íslands. Varð hann
einkum þungorður í því máli á þinginu 1911, þegar nokkrir
þingmenn vildu synja um aukafjárveitingu, til þess að háskól-
inn yrði stofnaður, og fresta með því framgangi málsins. Seg-
ir hann að með þessari synjun sé verið að óvirða þingið bæði
innanlands og erlendis, þar sem búið sé að tilkynna, að Há-
skólann eigi að stofna hinn 17. júní 1911. Fjárveitingin var
samþykkt, og háskólinn stofnaður eins og til stóð. Mér er fyrir
barnsminni með hve miklum fögnuði og hrifningu Stefán
flutti minni Háskóla fslands á aldarafmælishátíð Jóns Sigurðs-
sonar á Oddeyri 1911.
Enn má nefna eitt mál, þótt eigi yrði það framkvæmt fyrr
en síðar. Á fyrsta þinginu, er Stefán sat, flutti hann og fékk
samþykkta þingsályktunartillögu um að skora á stjórnina að
ieggja fyrir næsta þing uppdrátt af steinbyggingu fyrir söfn
landsins, landsbókasafn, landsskjalasafn, forngripasafn, nátt-
úrugripasafn og málverkasafn. í húsi þessu skyldu vera fyrir-
lestrarsalir, einn stór og tveir litlir, vinnustofur fyrir safn-
verði og aðra starfsmenn, þar ætti og að ætla rúm landbúnað-
ar-, iðnaðar- og fiskveiðasafni, og húsnæðið miðað við vöxt
safnanna. í framsöguræðu rekur liann menningargildi safna
i
* Alþingistíðindi 1902 B I, 1014.
** Alþingistíðindi 1903 B, 890.