Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 83
77
ogetið fjölda margra grasa, er vaxa á íslandi, og í annan stað
heiti grasanna mjög rangfærð, eða þá að þeirra er alls eigi
getið.“* Stefán var þá í skóla, og hefur hann sýnilega þekkt
og notað bók Grönlunds, því að hann tekur upp varnir fyrir
hana í grein, sem hann ritar í Þjóðólf 35. árg. 41. tbl. Ekki er
greinin þó birt undir nafni, en í ritaskrá Stefáns í Dansk bota-
nisk Litteratur 1913, sem hann sjálfur hefur endurskoðað, er
hún tilfærð. Um giasatal Móritzar segir hann þar: „Það er
satt, að Grönlund nefnir fremur fá íslenzk grasaheiti, en þau
sem liann nefnir eru flest rétt og á réttum stað, og er því rangt
að segja, að þau séu „mjög rangfærð". Til þess að ráða bót á
nafnaskorti hjá Grcinlund tekur hr. Friðriksson mörg íslenzk
grasaheiti en mörg þeirra eru á röngum stað, sum eru úrelt
og sum hafa aldrei verið til. Sumar jurtir nefnir hann skakkt,
sem Grl. nefnir rétt o. s. frv.“. Þá ræðir liann um þá ásökun
Móritzar, að Grönlund láti ógetið margra tegunda, sem á ís-
landi vaxi. Og bendir á, að Grl. telur 357 tegundir en Móritz
430. „En munurinn er ekki eins mikill, ef vandlega er að gáð,
því að bæði telur Fr. nokkur frábrigði með, og svo telur hann
sem tegundir mörg af frábrigðum þeim, sem Grl. nefnir. Auk
þess telur hann mörg þau grös, sem Grl. getur sem óvissra.
Þrátt fyrir það nefnir hann nokkur grös, sem Grl. alls ekki
getur. En hvaða vissa er fyrir því, að þessi grös vaxi hér á ís-
landi, þótt hr. Friðriksson telji þau íslenzk?" Dómur þessi er
harður, en í öllum meginatriðum hefur Stefán rétt fyrir sér
í dæmum þeim, er hann nefnir, og þau eru hreint ekki fá, eða
alls milli 20 og 30, þar sem Móritz brenglar nöfnum. En því
hefi ég fjölyrt svo um þessa ritgerð, að hún er hið fyrsta, sem
birtist eftir Stefán á prenti. Og hún sýnir ótvíræðlega, að hann
hefur þegar á skólaárum sínum aflað sér óvanalegrar þekking-
ar á íslenzkri grasafræði, og þarna koma fram tvö atriði, sem
síðar eru sterkur þáttur í vísindastarfi hans, áluigi á íslenzk-
um nafngiftum, og varfærni í að telja tegundir íslenzkar, nema
öruggar heimildir séu fyrir hendi. Eða eins og liann segir:
„Vísindamaðurinn lætur sér ekki nægja í vísindalegum efn-
Alm. Þjóðv.f. 1883, bls. 52.