Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 94

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 94
88 um sumarið. Hér mun átt \ið Sarnúel Sigurðsson, ráðsmann á Helgavatni, en Stefán getur lians með miklum innileik í dagbók sinni, þar sem segir frá andláti hans. Er maklegt að minnast þess, að hann hefur fyrstur rnanna orðið til þess að leggja fram fé til íslenzkra grasafræðirannsókna. Haustið 1890 sækir Stefán um styrk til Carlsbergssjóðsins danska. Warming var þá kominn í stjórn sjóðsins, og var hon- um þar sem annars staðar innan handar. Hlaut liann 500 kr. styrk árið 1891, síðan fékk hann úr sama sjóði 600 kr. árlega 1893—95. Árið 1895 segist Stefán ekki vilja sækja um styrk, þar sem liann hafi ekki enn getað gefið nákvæma skýrslu um rannsóknir sínar árið áður. Er og óvíst hversu greitt hefði orðið um fé þaðan, því að nú tók sjóðurinn að styrkja gróður- rannsóknir Helga Jónssonar. Þó fékk Stefán enn 600 kr. vet- urinn 1898—99, til rannsókna og ritstarfa á grasafræðisöfnun erlendis, en þá dvaldist hann í Kaupmannahöfn og lagði síð- ustu hönd á Elóru. Síðar, eða á árunum 1900—1902 fékk hann alls úr lands- sjóði 3000 krónu styrk til fóðurjurtarannsókna, en bróður- partinn af því fé þurfti hann að gjalda fyrir efnagreiningar úti í Svíþjóð. Verður ekki annað sagt en íslenzkir sjóðir hafi sloppið vel frá því að kosta fyrstu íslenzku grasafræðirann- sóknirnar. En því meiri furðu vekur það, að Stefáni skyldi, livað eftir annað vera núið því um nasir, að hann væri bitl- ingaþegi landssjóðs vegna fóðurjurtastyrksins. Sýnir það bezt hversu sumir forystumanna landsins mátu þá vísindastörf. Mála sannast er það, að Stefán sjálfur var furðtdega lítt ágeng- ur um að sækja um rannsóknarstyrki, svo að manni finnst næstum því nóg um það hóglæti lians. Það mun mega þakka það búrekstri hans á Möðruvöllum, að honum tókst þó að framkvæma rannsóknaferðir sínar með svo litlum styrk, sem raun var á. En ólíkur var hugsunarháttur lians þeim mönn- um, sem ekki fá snúið sér við til almennings þarfa nema fyrir gjöld og greiðslur. En Carlsbergsjóðnum, Möðruvallabúinu og Samúel á Helgavatni eigum vér að þakka það, að fjárhagslega var kleift að gera grundvallarrannsóknir íslenzkrar grasafræði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.