Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 112
106
unum. Hann minnist þar á ýmislegt, sem þeir hafa sjálfsagt
talast við um áður. Hann vill t. d. ekki aranga eins lansit os
o o o o
Stefán í því að fella niður plöntur úr elclri skrám. Eins er
hann dálítið tortrygginn á nýgervinga Stefáns í fræðiorðum.
Urn flóruhandrit Ólafs fást þessar upplýsingar. Hann hefur
léð Stefáni handritið með til Hafnar, vegna þess að þar hef-
ur verið dregið saman mikið um fundarstaði eftir eldri rit-
um. í einu bréfanna kvartar Ólafur yfir því að liafa léð flór-
una, því að liann er sýnilega bókalaus heima á Möðruvöllum,
því að Stefán hefur sínar bækur með sér. En svo segir Ólafur:
„Vitanlega var það eingöngu þér að þakka, að ég gat samið
þessa skrá.“ Mér virðast þessi orð taka af öll tvímæli um það,
að þessi flóra Ólafs er gerð einungis sem hjálpargagn fyrir
liann sjálfan vegna skorts á bókum, og hún sé gerð eftir gögn-
um Stefáns, en ekki öfugt. Ætti ekki að þurfa að eyða fleiri
orðum að þessu, enda ólíkt Stefáni að eigna sér annars manns
verk og Ólafi að láta slíkt þegjandi í té.
Flóru íslands var vel tekið. Bókin seldist tiltölulega fljótt,
svo að eftir ára tug var hún ófáanleg með öllu. Ekki var samt
mikið um liana ritað. Aðeins tvo ritdóma liefi ég séð, sem
nokkuð er gerandi með, en það eru dómar Ólafs Davíðssonar
í Norðurlandi og Helga Jónssonar í Eimreiðinni. Ritdómur
Olafs er ýtarlegur og fer liann lofsamlegunr orðum um hana
einkum þó málið og fræðiorðin, segir liann svo meðal ann-
ars: „tel ég það liinn bezta kost við flóru þessa, að höfundur
hefur bæði haft kjark, til þess að taka ekkert tillit til fræði-
orðaómynda þeirra, sem áður voru til og smekkvísi til þess að
búa til góð, ný fræðiorð og jurtanöfn. Ég tel víst, að hægt
hefði verið að fá menn, til þess að lýsa jurtunum jafnvel og
höfundur hefur gert, en ég veit ekki von þess manns, sem
liefði verið fær um að leysa fræðiorðin og jurtanöfnin jafnvel
af hendi og gert er í Elóru Islands.“# Þótt Olalur tali um, að
hægt hefði verið að fá menn til að semja jafngóðar plöntu-
lýsingar og eru í Flóru, hygg ég það ofmælt. Ekki var nema
um tvo menn að ræða, hann sjálfan og Helga Jónsson, og án
* Norðurland I, bls. 83.