Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 142
jafnt og stöðugt með auknum breiddarstigum. Síðari tíma rannsóknir
hafa yfirleitt stutt þessa athugun hvað snertir fjöllitninga beggja meg-
in Atlantshafsins og eins hefur verið sýnt fram á, að svipað gildir um
fjallajurtir, ekki sízt á suðlægari breiddarstigum, svo að hlutfallstala
fjöllitninga eykst líka við aukna hæð fjalllendisins. Kringum Miðjarð-
arhafið er til dæmis um 30% hinna æðri jurta fjöllitna, í Ungverja-
landi eru þeir 41%, á Sjálandi um 53%, en á íslandi eru 71% þeirra
jurta, sem ekki eru aðfluttar með mönnum, fjöllitningar, á Svalbarða
eru þær 77% og á Franz Jósefs landi um eða yfir 85% allra jurta.
hað er augljóst, að hlutfallstala fjöllitninga í gróðurríki hvers lands
getur liaft ýmsa jurtalandfræðilega þýðingu. I>ess vegna hafa ýmsir
reynt að iinna á þessu haldgóða skýringu. Hagerup og nokkrir með
honum töldu j^etta einfaldlega vera afleiðingu Joess, að fjöllitningar
hafi orðið til við kuldalost norræns loftslags, eða að minnsta kosti fyrir
áhrif frá kuldum jökultímans. Síðari athuganir virðast liafa leitt í ljós,
að flestir fjöllitningar norrænna landa séu eldri en ísöldin, og aðeins
örfáar tegundir virðast hala orðið til á þennan liátt á Norðuratlants-
hafssvæðinu síðan ísöldin hófst.
Önnur skýring taldi aukninguna á fjöllitningunum í norðlægum
löndum stala frá því, að þar er mun meira um einkímblöðunga en tví-
kímblöðunga, en einkímblöðungar hafa yfirleitt fleiri litþræði en tví-
kímblöðungar. Við Miðjarðarhafið eru um 20% allra æðri jurta ein-
kímblöðungar, á sunnanverðum Norðurlöndum eru Jreir um 30%, en
í Lapplandi og á Svalbarða um 35%. Þessi skýring er jm ekki fullnægj-
andi, Jjví að nánari athuganir leiddu í ljós, að hlutfallstala fjöllitn-
inga eykst jafnt í einkímblöðungum og tvíkímblöðungum eftir Jní,
sem norðar dregur. Við Miðjarðarliafið eru um 45% einkímblöðung-
anna fjöllitna, en 25% tvíkímblöðunganna, en á Svalbarða eru 97%
einkímblöðunganna og 65% tvíkímblöðunganna fjöllitna, og Jiessar
hlutfallstölur liækka jafnt með hækkandi breiddarstigi.
Sumir liafa haldið því fram, að aukning fjöllitninga í norrænum
löndum geti staðið í sambandi við J)að, að Jreir séu algengari í sumum
ættum en öðrum, svo að jurtaríki, sem hafa margar tegundir þeirra
ætta, sem hafa flesta fjöllitninga, hljóti að hafa hæsta hlutfallstölu fjöl-
litninga. Þessi skýring virðist líka falla um sjálfa sig, af |m að liægt
hefur verið að leiða að því gild rök, að Jæssi hlutfallstala aukist í
flestum ættum um leið og breiddarstigið eykst og tegundafjöldinn
minnkar.
Enn ein tilraun til skýringar á hlutfallstölu fjöllitninganna og sam-
bandi hennar við norðlæg lönd geti staðið í sambandi við breytingar
136 Flóra - tímarit um íslenzka orasafræði