Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 154
henni í smáatriðum hér í þessari grein. Hún er úr tveim frumulög-
um, og eru frumur ytra lagsins mun stærri, og ólíkar frumum innra
lagsins að byggingu. Að utanverðu, neðan til við miðju hefur lokan
4 langa og stinna brodda. Sá hluti lokunnar, sem er neðan undir
broddunum er einnig mjög stinnur og lítt eftirgefanlegur, en að öðru
leyti miðast bygging lokunnar við að gera vef hennar sveigjanlegan,
til þess að hann þoli snögga beygju, án þess að skaðast við hreyfingu
liennar, og jafnframt þarf hann að vera svo sterkur, að hann þoli
nokkurn einhliða jrrýsting utan frá, eins og síðar verður vikið nánar
að. Að lokum er svo spenna í veggjunum, sem leitast við að halda
lokunni þétt upp að opinu. Á lokunni utanverðri eru kirtlar, sem gefa
frá sér sykurkennt slím. Sitt hvorum megin við opið skaga fram langir
og marggreindir armar, sem ná allt að því lengd blöðrunnar sjálfrar.
Þegar blaðran er reiðubúin til veiða, er innan hennar töluverður
lágþrýstingur. Veggir blöðrunnar láta töluvert undan, þannig að blaðr-
an verður flatari en ella. En jrar sem spenna í veggjunum leitast við
að halda þeim í hinu fyrra horfi, helzt þó lágþrýstingurinn innan
blöðrunnar. Tilraunir með skolpdýr hafa sýnt, að þau hneigjast til að
safnast saman við inngang blöðrunnar, sennilega vegna hins sykur-
kennda slíms, sem kirtlarnir utan á lokunni gefa frá sér (positiv efna-
taxia). Líklegt er talið, að slímframleiðsla jiessara kirtla laði smærri
dýr að opinu. Ef þessi dýr rekast á broddana á lokunni, þá verka þeir
ásamt liinum stinna hluta lokunnar neðan þeirra sem vogarstöng, og
við hreyfingu hennar lyftist örlítið röndin á lokunni. Þá streymir þeg-
ar vatn inn um rifu þá, sem myndast og vatnsstraumurinn rífur lok-
una óðar upp á gátt. Þrýstingsmismunurinn jafnast nú, og við það
slaknar spenna veggjanna og þeir soga meira vatn inn, jrar til jafnvægi
hefur aftur náðst. Þegar þrýstingurinn hefur jafnazt, lokast opið aft-
ur vegna spennu í lokuveggjunum, sem leitast ætíð við að halda blöðr-
unni lokaðri. Smádýr þan, sem kunna að hafa verið stödd við blöðru-
opið, þegar lokan opnaðist, hafa nú sogazt með vatnsflaumnum inn í
blöðruna.
Margt er enn á huldu um það, livað um dýrin verður, eftir að þau
koma inn í blöðruna. Menn veittu því snemma athygli, að þau leys-
ast tiltölulega fljótt upp, og hverfa, án þess að um rotnun sé að ræða.
Fáein enzym, sem leysa upp eggjahvítuefni, liafa fundizt í vökva blöðr-
unnar, og ennfremur benzoesýra, sem er sótthreinsandi efni. Ekki er
vitað livaðan þessi efni koma eða hvaða kirtlar gefa þau frá sér. Enn-
fremur er fremur óljóst, hvernig plantan fer að því að hagnýta sér þau
næringarefni, sem losna við klofnun dýranna. Margt bendir þó til þess,
148 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði