Félagsbréf - 01.07.1957, Side 15
PÉLAGSBRÉP
13
sumar hlotið verðlaun í sagnasamkeppni, og fer því þó fjarri,
að hinar verðlaunuðu sögur Jóns séu beztu sögur hans.
Fyrir þessum höfundi virðist ekki vaka boðun neinna sér-
stakra kenninga, og þarf það í sjálfu sér ekki að vera neinn
ágalli frá listrænu sjónarmiði. Honum er það aðalatriði að segja
sögu og lýsa persónum og sálarlífi þeirra. Einkum virðist hon-
um lagið að lýsa börnum og
sálarlífi þeirra (Ánamaðkar,
Kaupverð gæfunnar). Stundum
notar hann börn sem eins kon-
ar miðla, sýnir lesandanum at-
burðina gegnum augu barnsins
(Tvær sögur).
Jón Dan er enn leitandi að
formi og stíl, og eru sögur hans
því allsundurleitar yfirlitum.
Hann leitar bæði til erlendra
og innlendra fyrirmynda. Sums
staðar þræðir hann götur þjóð-
sögunnar (Álfur), og væri ekki
ólíklegt, að honum gæfist það
vel, ef hann gerði fleiri slíkar
tilraunir og legði rækt við. Ann-
ars staðar grípur hann til ný-
tízkulegri aðferða, spinnur t. d. marga þræði samtímis (Leik-
soppar) og tekst þá varla eins vel. En bezt tekst honum þegar
hann segir söguna hiklaust og tilgerðarlaust, hrifinn af við-
fangsefninu, svo að það eitt ræður. Þess vegna eru beztu sögur
hans af því taginu, t. d. Ánamaðkar og Kaupverð gæfunnar, sem
báðar eru bráðsnjallar. Aðalpersónurnar í báðum þessum sög-
um eru ungir drengir, sem eru þó gerólíkir og snúast því ólíkt
við vandamálum lífsins. Jón Dan er skyggn á mannlegar til-
finningar, og maðurinn og sálarlíf hans er viðfangsefni hans
fyrst og fremst.
Ýmsar af sögum Jóns Dan teljast til þess bezta í íslenzkri
smásagnagerð síðari ára.
Jón Dan.