Félagsbréf - 01.07.1957, Page 26

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 26
24 FELAGSBREF Og niðurstaða hins unga rithöfundar verður þessi: „Verk sem birt eru almenningi sem dæmi um verðleika nú- tímabókmennta, fagurra lista og menningar, en orka á hann sem geðveiki eða argasti prakkaraskapur geta haft mjög háska- legar afleiðingar“. Víða er hér fast kveðið að orði, satt er það, og hitt líka, að ekki eiga hér allir yngri höfundar óskilið mál. En hér er samt fjallað um efni, sem veldur íslenzkum bókmenntum miklum vanda og því bráðnauðsynlegt, að um það sé rætt sem flest. En hvað sem því líður: Er nú ekki þess að vænta eftir þennan síðasta og mikla smásagnavetur, að rithöfundar vorir í óbundnu máli snúi sér að einhverjum stærri viðfangsefnum ? o=gts:e=o KAUPMANNSKONAN OG ELSKHUGI HE'NNAR Indversk þjóðsaga gömul. I bænum Vikramapura bjó kaupmaður, Samudradatta að nafni. Kona hans, Ratnaprabha, hafði lengi átt vingott við þjón sinn. Einu sinni, þegar Ratnaprabha var að kyssa þjóninn, kom Samudradatta þar að. En hún gekk þá rakleitt til hans og sagði: „Þessi þjónn hegðar sér mjög óviðeigandi. Hann hefur stolið frá yður kamfóru og etið. Ég fann það glöggt, þegar ég lyktaði að munni hans“. Þegar þjónninn heyrði þetta, hrópaði hann reiður: „Hvernig getur þjónn haldizt við á heimili, þar sem húsmóðirinn er stöðugt að lykta af munni hans?“ Og svo gerði þjónninn sig líklegan til að yfirgefa húsið, og varð hús- bóndinn að leggja sig í framkróka til að fá hann ofan af því og verða kyrran. Því segi ég: Vitur er sá, sem kann slóttug svör, eins og kaupmannskonan og elsk- iiugi hennar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.