Félagsbréf - 01.07.1957, Page 32
30
FELAGSBREF
Það er nú ekki mikið.
Viltu gefa mér fyrir fræi?
Hvað ætlarðu að gera við það?
Láta afa sá því.
Pabbi leit á hann, alvarlegur og hugsi.
Afi á fræ, sagði hann.
Ekki allt fræ.
Hann á næpufræ.
Já.
Líka gulrótafræ. Hann ætlar að rækta mikið af gulrótum í
sumar.
Já.
En hvað?
Hvað?
Hvaða fræ langar þig í?
Hann afi þekkir allt fræ.
Pabbi staðnæmdist, beygði sig og kyssti Hvat.
Hérna færðu fimm krónur fyrir fræi, sagði hann, hlauptu
nú heim. Ég ætla að sjá til þín yfir sandinn. Farðu fyrir ofan
rásir svo þú vaðir ekki.
Hvatur hljóp til baka, en á leiðinni leit hann öðru hvoru við
og sá föður sinn bíða og veifa til sín. Þegar hann kom að Langa-
skeri, sá hann pabba sinn halda af stað, en í sama mund kom
afi hans í ljós uppi á túni. Hvatur hljóp í spreng síðasta spölinn
og sentist upp á kambinn.
Jæja, vinur, sagði afi, nú skulum við flýta okkur í háttinn.
En fyrst verðum við samt að stafa svolítið.
En ekki vonda stafinn.
Nei, ekki ess.
Og ekki alversta stafinn.
Nei, nei, ekki err.
Þeir eru ekki til í tungunni minni.
Þeir koma bráðum.
Hvatur nam staðar, opnaði lófann og sýndi afa seðilinn.