Félagsbréf - 01.07.1957, Síða 41

Félagsbréf - 01.07.1957, Síða 41
FELAGSBREF 39 að heimsækja Ingilín. En þetta kvöld var einmanaleikinn svo sár, að ég sniðgekk allar staðreyndir. Það kvöldaði æ meir og loks heyrði ég að fárið var að kalla á mig heiman frá bænum. En ég fleygði mér niður í lyngið og lét ekki á mér kræla. Telpan settist þar einnig allmiklu nær mér en hún var vön. Við horfðumst í augu þarna í friðsælli kvöldkyrrðinni. Það var sælt, alveg ógleymanlegt og þó engin leið að lýsa því. Heimilisfólkið á Þverfelli var allt farið að leita mín, með hrópum og köllum, en ég var sem í leiðslu og gat ekki anzað, þótt ég hefði óskað þess, sem ekki var. — Er liðið var fram að miðnætti, fannst ég þarna steinsofandi. Var mér þá horfin öll sorg og einmanakennd. En vinstúlkuna mína kyrrlátu sá ég sjaldnar eftir þetta. Frændi minn, sem var með í leitinni, hefur sagt mér, að stað- urínn, þar sem ég fannst, heiti Álfaklettar. Amma varaði mig við þeim, bæði fyrr og síðar, en sjálf sá hún þar aldrei neitt. Ingilín var miklu líkari mannabörnum í látbragði og fasi. Hún var oftast glaðleg og brosti oft til mín, — en aldrei að mér, þótt ég dytti og kútveltist um þúfur, sem ég sá ekki, þegar ég var að hlaupa á eftir henni. Aidrei leit ég hana dapra, en talsvert alvarleg gat hún orðið stundum, einkum ef ég reyndi að ná taki á henni, — það var eins og að grípa í ljósgeisla, líkami hennar virtist ekki þéttari en loftið. En henni var lítið gefið um tilraunir mínar að snerta hana, og hafa þær ef til vill valdið henni óþægindum. Sjaldan kom hún af sjálfsdáðum það nærri mér að ég næði til hennar. Oft sá ég varir hennar bærast, en 'heyrði aldrei svo mikið sem óm af tali. Ekki virtist hún heldur heyra til mín eða skilja það sem ég sagði, en oft horfði hún á varir mér, þegar ég var að reyna að tala við hana. Ég minnist þriggja sumra af vináttu okkar, en síðar var sem einhver tregða kæmi á sambandið. Ekki man ég til þess að ég sæi nokkru sinni Huldufólk á vetrum og aldrei kom það inn í bú- staði okkar, vildi auðsjáanlega helzt ekki nálgast þá. Þegar kom fram á sjöunda æviár mitt, eignaðist ég mennska leikbræður frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.