Félagsbréf - 01.07.1957, Page 46

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 46
44 FÉLAGSBRÉF Þar er efni í eitt ofureflið. En við þurfum að senda alla okkar ungu gáfnapilta út í lönd; út í löndin með þá! f Höfn læra ís- lenzkir námsmenn því aðeins betri skáldskap, að þar sé ný straumkveikja fyrir, og þó samúð hjá þeim sjálfum, samúð, sem er hafin yfir pólitískan heimalningsskap og skynjar og elskar allt fagurt og gott í því landi eða hvar sem er. Samúð er lykill að öllum lífsvexti og vekur sér vini um heim allan. Já, ég sagði, að í Sigurði væri eitt víkingsefnið. Lífið er Hjaðningavíg; hinir nývöktu sækja að oss ávallt hvaðanæfa unz við hinir eldri erum allir dauðir. Eða hvað má ég segja? Allir jafnaldrarnir farnir: Ben. G., Grímur Th., Stgr. Th. og loks þeir Páll Ól. og Þorst. Erl. Undarlegt er útsýni liðins dags fyrir sjónum vorum, þegar kvöldrökkur haustsins leggst yfir láð og lög! Finnst oss ekki sem eilífðin sé fallin yfir oss? Svo finnst oss útsýnið yfir um- liðna ævi í ellinni — eins og dagsljósið hafi ekki sagt oss allt satt, eins og það hafi verið villuljós og hulið oss hálfa tilver- una. Sjálfum finnst mér sem ég sé að hverfa og margt annað með mér. En — er nokkuð hinum megin? spyr einn af snillingum vorra daga! Ég svara: já, að vísu, og þó ekki „hinum megin“, heldur öllum megin, og eru þeir flón, sem hvorki vita það né trúa því. Og þó er gaman að lifa upp aftur liðna tíð og stund, meðan minnið má nota heilann. Meir en skrýtin og skemmtileg var oft sambúð okkar „skáldanna" Steingríms og mín, meðan við þótt- umst standa fremstir í forvígi, hann með hæðni sína og djúp- úðgu hyggju, og ég með tilþrif mín og sjálfbirgingsskap. En undir lok samvista okkar, var sem okkur báðum fyndist okkur hnigna (a. m. k. fannst mér svo). Að liggja lengi á lárberjum sínum lendir í megurð, ef ekki horfelli! Þá kom H. Hafstein og hans liðar og vöktu mig! Ég fann nýja lífsstrauma, heilbrigða karlmennsku, og varð sárfeginn. Síðan birtust enn þá nýrri skáld, sem jusu nýju blóði yfir okkur hina eldri, svo við urðum gagn- drepa; þar voru sagnaskáldin fremstir; og þótt ekki væri allt af setningi slegið, fannst mér flest gott í ganginn, enda var síður vöruvandur en hinn gamli félagi minn. Og loks komu ljóð yngstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.