Félagsbréf - 01.07.1957, Page 50

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 50
48 FÉLAGSBRÉF og menntast, útsýn hennar víkka, tungan yngjast og auðgast og íslenzkur andi að nýju kveða sér hljóðs um heiminn. Einar Benediktsson er fjarri ættjörð sinni *í dag. Vel mætti sú kynslóð, sem nú starfar og stækkar undir áhrifum hans, kveðja hann yfir hafið, líkt og hann sjálfur í „Skeyti til Matt- híasar Jochumssonar“ kvaddi skáldbróður sinn „yfir fjöllin“: Heill, forna guðamálsins meginherji Vor meistari. — Ég kveð þig yfir hafið. Kristján Albertsson. í sveit íslenzkra ljóðskálda eru flestir heldur léttbúnir að vopnum, kvikir á fæti, en lausir á velli, ef horft er í augu þeim. Þó gnæfa fáeinir þungvopnaðir stór-skjöldungar upp úr þvög- unni. Einn af þeim er Einar Benediktsson. En þó að hann beri þyngri tygi en flestir aðrir, er hann bratt- gengastur og bragdjarfastur allra íslenzkra skálda. Hann hefur frá upphafi gert miklu strangari kröfur til sjálfs sín en títt er um íslenzka rithöfunda. Hann hefur alltaf ætlað sjálfum sér þyngsta vandann og örðugustu verkefnin. Það er þess vegna meðal annars, að hann nú skipar æðsta sessinn í bókmenntum vorum. Virðingarleysi margra stórgáfaðra rithöfunda fyrir hæfileik- um sínum er ein hin sorglegasta kynfylgja íslenzkra bókmennta á síðari öldum. Skáld, sem hafa sýnt og sannað, að þeim er fært að ríða loft og lög, virðast stundum hafa haft ánægju af að láta skáldfákinn brjótast um í aurum og urðum eða ata sig út í leirflögum. Slíkt hefur aldrei hent Einar Benediktsson. Ef gallar eru á list hans, þá er aldrei hirðuleysi eða handvömm um að kenna. Hann hefur alltaf stefnt að hæsta marki. f raun og veru hefur hann aldrei ort neitt fyrir aðra en sjálf- an sig og aldrei hlítt dómi annarra en sjálfs sín um kveðskap sinn. Hann hefur og aldrei rétt út hönd eftir öðrum skáld- launum en þeim, sem hann gat tekið undir sjálfum sér. Vitundin um að hafa af fremsta megni fullnægt kröfum strangrar listar hefur verið honum nóg. Árni Pálsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.