Félagsbréf - 01.07.1957, Page 68

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 68
66 FÉLAGSBRÉF nútímaljóðlist örugglega grundvölluð, að enginn einn þáttur henn- ar væri ræktur á kostnað annarra. Þar fyrir var hreyfingin ómetanleg enskri ljóðlist að svo miklu leyti sem hún vakti menn til vitundar og skilnings á mikilvægi nýrra forma, nýrra tákn- mynda, nýrrar hrynjandi. Flest Ijóðskáld síðari ára í hinum enskumælandi heimi standa í mikilli þakkarskuld við Ezra Pound og „imagistana“. * * * Á árunum 1917 og 1918 komu fram tvö Ijóðskáld, sem voru ekki áhangendur þessarar hreyfingar, en hafa eigi að síður mark- að dýpri spor í enska ljóðlist þessarar aldar en flestir aðrir. Annar þessara manna, T. S. Eliot, var Bandaríkjamaður og hafði setzt að í Bretlandi. Hann var undir sterkum áhrifum frá landa sínum Pound, en varð aldrei áhangandi „imagista“. Hinn var Gerhard Manley Hopkins (1844—1889), og var hann löngu látinn, þegar Ijóð hans birtust á prenti. Hopkins var langt á undan samtíð sinni og sígilt dæmi um það, að listamenn þurfa ekki að vera börn síns tíma í þeim skiln- ingi, að verk þeirra séu háð þeim þjóðfélagsástæðum, sem þau eru sköpuð undir. Hopkins var af góðum ættum; faðir hans var kunnur rithöfundur. Hann fór til Oxford og lagði þar stund á heimspeki undir leiðsögn Walters Paters, en sneri sér síðan að guðfræði, snerist til rómversks siðar og gerðist Jesúíti. Lengst af síðan var hann kennari í grísku við háskólann í Dublin. Líf hans var þannig harla viðburðasnautt á ytra borðinu, en fáir munu hafa átt auðugra og æsilegra innra líf, ef dæma má af skáldskap hans. Bréf hans veita mikla innsýn í þessa óvenju- legu sál og þykja bera af flestu sinnar tegundar á enskri tungu. Dagbókum hans hefur verið jafnað til dagbóka Leonardo da Vinci. Hopkins var mikið skáld, en jafnframt mikill vísinda- maður; það sanna rannsóknir hans á gróðri og dýralífi. Þá fékkst hann og við tónlist og listmálun. Hopkins sendi ljóð sín til ensku skáldanna Robert Bridges og Richard Watson Dixon, en þeir álitu, að ekki væri tímabært
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.