Félagsbréf - 01.07.1957, Page 82

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 82
80 PÉLAGSBRÉF Við töluðumst ekki við, eins og við óttuðumst að orðin kynnu að fjötra okkur eða brjóta í okkur hvert bein. Öðru hverju hvarf okkur allt nema litlar, loðnar skepnur, sem engdust í blóði sínu. Við drápum hvor um sig 3 á meðan krakkarnir og pakkhúsmað- ur borðuðu matinn sinn. Einhvern veginn vorum við fegnir, þeg- ar pakkhúsmaðurinn og krakkarnir tóku að tínast á staðinn. Við litum upp, strukum skítugum höndunum yfir ennið og skældum varirnar. Þegar við sögðum pakkhúsmanni hvernig leikar stæðu, sagði hann ekki neitt en horfði íbygginn á okkur, rölti svo inn í vörugeymsluna. Tíminn leið fljótt. Krakkarnir tóku þátt í leikn- um af fullu fjöri og drápu rottu og rottu. Um kaffileytið hafði ég fundið þrjú rottubú en Villi 2, auk nokkurra einstaklinga. Pakkhúsmaðurinn kom út og sagði, að réttast væri að enginn færi heim í kaffi — hann væri viss um að hvorugur okkar Villa mundi fara, og voru hinir — nýbúnir að kýla vömbina — ekki of góðir til að vera kyrrir líka. Einnig áminnti hann okkur að setja þær rottur, sem væru steindauðar, jafnóðum í sorptunn- urnar. Við Villi skipuðum minnstu krökkunum að tína upp dauðu rotturnar og fleygja. iÉg man ógjörla hið næsta lið fyrir lið. Öðru hverju kom pakk- húsmaður til okkar og fannst mér andlitið á honum eitthvað skrýtið — eitthvað svo frammjótt. Hinir krakkarnir voru að mestu hættir, en fylgdust með okkur Villa, eða eltu pakkhús- manninn á röndum og reyndu að fá hann til að segja þeim í trún- aði, hver verðlaunin væru. „Þau eru inni í vörugeymslunni", sagði hann, „en þið fáið ekki að sjá þau, púkarnir ykkar“. Við heyrðum þetta í þoku. Þegar hér var komið vorum við jafnir, og hvernig sem við reynd- um, tókst hvorugum að bíta hinn af sér. Krampakenndar tilraunir okkar, slægðin og þögull ofsinn, urðu aðeins til að gera okkur enn aumari, nærri því örmagna. Eftir að hafa staðið yfir okkur um stund, sagðist pakkhús- maðurinn verða að loka vörugeymslunni, og yrði annar hvor að hafa stútað einni, áður en hann kæmi aftur. Þegar hann sneri við okkur baki og hvarf til hússins, horfðum við báðir á eftir honum, tjáningarlaust, en vöruðumst að horfast í augu. Hvor-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.