Félagsbréf - 01.07.1957, Side 90

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 90
88 PÉLAGSBRÉP V. Þórður fer að taka saman veiðipjönkurnar í hægðum sínum, hugandi að byssunum og skotunum. „Mikilsumvert að gefa ,sér nægan tíma við tófuna eins og við konurnar", segir hann og bendir upp í fjallshlíðina, þar sem hann á stefnumót við vinkonu sína, þetta tryllta grimma dýr, sem hann þreytist aldrei að kljást við og elta og leggur að síð- ustu að velli, helskotið í blóði sínu. Og þá rifjast upp það, sem þjóðkunnur gáfumaður ráðlagði vini sínum, óduglegum kven- fangara: ,,Um að gera að elta konuna nógu vel og lengi. Það er eins um hana og tófuna. Hún kann að hlaupa undan þér án afláts, en það kemur að því, að hún stöðvast á flóttanum og fer að líta við — forvitnin verður yfirsterkari. Og þá gefst færið, minn kæri“. Mér verður litið til urðarflákans, þar sem gi-enið er. örskammt þaðan á hægri hönd steypist Bjarnarfoss fram af þverhníptu berginu. Dynur hans berst okkur áþekkast hvin í þrýstilofts- vél. Og líti'l á rennur sem sproti ti] sjávar. Fram undan eru mýrar og mosadý, í litbrigðum þessarar júlínætur fögur fram- sýn við rökkurmýkt blágrýtishamranna og skriðunnar í bak- grunninum; þessir sérstæðu mjúku, gulu, grænu, mýrarrauðu, silfurgráu, lilabláu jarðarlitir, sem blandast saman við liti lofts- ins úti við hið opna haf þar á Snæfellsnesi, og Kjarval, einum málara íslenzkra, tekst að gæða eðlilegu lífi, upprunaleiknum, í málverki. Meðan tófan beið síns tíma og Þórður var að at- huga skotfæri sín, var mér snöggvast hugsað til þess, hve Kjarval, sem dvalizt hefur langdvölum þar á Snæfellsnesi, tekst undur- samlega að líkja eftir skaparanum í myndum sínum af þessu íslenzka landslagi. Gleggst kemur það í ljós í myndum hans af hrauninu, bæði að norðanverðu og sunnanverðu. Þar hefur Guð vandað sérstaklega til síns verks eins og víðast hvar á þessum kyngimögnuðu slóðum. Á sama hátt og Michelangeló og Rem- brandt lýsa snilld skaparans, sálinni, í mannamyndum sínum, svo að maður finnur í þeim guðdómleik, eins lýsir Kjarval dul- magni snæfellskrar náttúru, fegurð íslenzks landslags, eins og er hún rís hæst, í náttúrumyndum sínum. Svo guði þóknanlega
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.